Sport

Bayern Munich styrkir stöðu sína í efsta sætinu

Atli Arason skrifar
Leroy Sane skoraði tvö mörk í leiknum en aðeins eitt var dæmt gilt.
Leroy Sane skoraði tvö mörk í leiknum en aðeins eitt var dæmt gilt. Boris Streubel/Getty Images

Bayern Munich heldur áfram að hala inn stigum í þýsku Bundesliga en liðið sigraði Hertha Berlin með fjórum mörkum gegn einu í dag. 

Corentin Tolisso og Thomas Müller komu Bayern á bragðið með mörkum í fyrri hálfleik áður en að Leroy Sane og Serge Gnabry bættu við tveimur í mörkum í viðbót í síðari hálfleik. Það breytti ekki miklu þó að hollenski miðjumaðurinn Jurgen Ekkelenkamp skoraði sárabótarmark fyrir Hertha á 80. mínútu.

Stigin þrjú fara til Munich sem er nú með 49 stig í efsta sætinu eftir 20 umferðir, sex stigum meira en Dortmund í öðru sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.