PAOK kemst yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu en átta mínútum síðar fær PAOK hornspyrnu. Sverrir mætir í vítateiginn og kemur boltanum í netið eftir fyrirgjöf Jasmin Kurtic.
PAOK bætir við tveimur mörkum í viðbót á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og vann því afar sannfærandi 0-4 sigur.
PAOK er áfram í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn en liðið er sex stigum á eftir Olympiacos, sem á leik gegn PAS Giannina seinna í dag.