Innlent

For­svars­menn verslunar og ferða­þjónustu kalla eftir bólu­setningar­vott­orðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jóhannes og Andrés vilja báðir taka upp bólusetningarvottorð.
Jóhannes og Andrés vilja báðir taka upp bólusetningarvottorð.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir óþol atvinnulífsins gagnvart sóttvarnaaðgerðum og örum breytingum þar á orðið mikið.

Bæði hann og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segja að taka ætti upp bólusetningarvottorð til að geta aflétt takmörkunum.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Andrés segir leiðina ekki óumdeilda en stjórnvöld víða erlendis hafi metið það svo að réttlætanlegt sé að mismuna einstaklingum við ríkjandi aðstæður, í þágu heildarhagsmuna samfélagsins.

Í umræddum löndum er bólusetningarvottorðs krafist á veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum, svo dæmi séu nefnd.

Jóhannes segir vottorðin myndu skapa hvata fyrir fólk til að láta bólusetja sig en óbólusettir séu að valda mesta álaginu á Landspítalanum.  



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×