Sport

Roma vann sinn fyrsta sigur á nýju ári gegn Cagliari

Atli Arason skrifar
Jose Mourinho, þjálfari Roma.
Jose Mourinho, þjálfari Roma. Paolo Bruno/Getty Images

Roma vann í kvöld 1-0 sigur á Caglirari í ítölsku Serie A deildinni í knattspyrnu.

Sergio Oliveira skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 33. mínútu. Sigurinn í kvöld ætti að létta aðeins á pressunni á Jose Mourinho, þjálfara Roma, eftir tvo tapleiki í röð. 

Eftir tap Roma gegn Juventus í síðustu umferð gagnrýndi Mourinho leikmenn sína mikið og sagði þá vera með slakt hugarfar. Eitthvað virðist þetta hafa gengið eftir því liðið vann sinn fyrsta sigur á árinu í kvöld en með þessum þremur stigum er liðið komið upp í 6. sæti deildarinnar með 35 stig, 6 stigum á eftir Atalanta sem er í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Atalanta á þó tvo leiki til góða á Roma.

Cagliari er áfram í fallsæti eftir tapið, með 16 stig í 18. sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.