Enski boltinn

Everton fær leikmann Aston Villa á láni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Anwar El Ghazi mun leika með Everton það sem eftir lifir tímabils.
Anwar El Ghazi mun leika með Everton það sem eftir lifir tímabils. Tony McArdle/Everton FC via Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Anwar El Ghazi hefur haft vistaskipti frá Aston Villa til Everton, en Hollendingurinn verður á láni hjá þeim síðarnefndu út leiktíðina.

El Ghazi er 26 ára og gekk í raðir Aston Villa árið 2018. Hann hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni og hefur skorað 15 mörk í 65 leikjum fyrir Aston Villa.

Lánssamningurinn kveður á um að Everton geti keypt leikmanninn eftir tímabilið fyrir tíu milljónir punda.

Þetta eru ekki fyrstu viðskiptin sem fram fara á milli þessara tveggja liða í þessum félagsskiptaglugga, en bakvörðurinn Lucas Digne gekk í raðir Aston Villa frá Everton fyrr í vikunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.