„Þau mega segja það sem þau vilja“ Atli Arason skrifar 7. janúar 2022 22:35 Haukur Helgi Pálsson Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson var ánægður með sigurinn á Íslandsmeisturunum í kvöld þrátt fyrir að hann væri með verki í ökklanum. „Mér er aðeins illt í ökklanum en annars líður mér mjög vel. Eftir skituna í síðasta leik þá komum við með ákveðna yfirlýsingu í þessum leik. Við þurftum að koma til baka og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það,“ sagði Haukur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum sáttir að vinna tvo af síðustu þrem. Við unnum Keflavík úti, það var ekki fallegasti leikurinn en náðum í sigurinn þar. Töpuðum á móti Stjörnunni úti en þeir eru á mikilli uppleið og tóku okkur í bakaríið. Svo er ég mjög sáttur með að koma hingað og ná í sigur sem sýnir að við eigum skilið að vera þarna við topp deildarinnar. Þeir unnu okkur hérna með 30 stigum í meistarar meistaranna þannig við urðum líka að svara fyrir það.“ Njarðvík vann fyrri hálfleikinn með tveimur stigum en áttu svo síðari hálfleikinn skuldlaust. Njarðvík vann seinni hálfleik með 15 stigum og Haukur telur lykillinn að frammistöðunni væri að hleypa Þórsurum aldrei í sína stemningu. „Þeir tóku áhlaup í enda annars leikhluta en við vissum að þeir myndu gera það. Mér finnst við vera hættulegastir þegar við erum snöggir að taka boltann inn og fara alltaf strax í næsta 'play' og leyfa Þór ekki að fá stemninguna þegar þeir skora. Það hentaði okkur vel að keyra beint í bakið á þeim og vera fastari fyrir.“ Það hefur verið kallað svolítið eftir því að íslenskir landsliðsmenn fái afslátt af villum hjá dómurum í deildinni. Haukur fékk þrjár villur dæmdar á sig í leiknum en þær áttu að vera mun fleiri samkvæmt einhverjum hrópum og köllum úr stúkunni í Þorlákshöfn í kvöld. „Það gæti vel verið. Ég veit það ekki, kannski fæ ég afslátt einhvers staðar en ekki annars staðar. Það gæti vel verið. Ég heyrði stúkuna líka kalla á Mario að skjóta og hann gerði það og hitti úr öllu. Þannig þau mega segja það sem þau vilja,“ svaraði Haukur að lokum, aðspurður af því hvort hann teldi sig fá afslátt hjá dómurunum í deildinni. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira
„Mér er aðeins illt í ökklanum en annars líður mér mjög vel. Eftir skituna í síðasta leik þá komum við með ákveðna yfirlýsingu í þessum leik. Við þurftum að koma til baka og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það,“ sagði Haukur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum sáttir að vinna tvo af síðustu þrem. Við unnum Keflavík úti, það var ekki fallegasti leikurinn en náðum í sigurinn þar. Töpuðum á móti Stjörnunni úti en þeir eru á mikilli uppleið og tóku okkur í bakaríið. Svo er ég mjög sáttur með að koma hingað og ná í sigur sem sýnir að við eigum skilið að vera þarna við topp deildarinnar. Þeir unnu okkur hérna með 30 stigum í meistarar meistaranna þannig við urðum líka að svara fyrir það.“ Njarðvík vann fyrri hálfleikinn með tveimur stigum en áttu svo síðari hálfleikinn skuldlaust. Njarðvík vann seinni hálfleik með 15 stigum og Haukur telur lykillinn að frammistöðunni væri að hleypa Þórsurum aldrei í sína stemningu. „Þeir tóku áhlaup í enda annars leikhluta en við vissum að þeir myndu gera það. Mér finnst við vera hættulegastir þegar við erum snöggir að taka boltann inn og fara alltaf strax í næsta 'play' og leyfa Þór ekki að fá stemninguna þegar þeir skora. Það hentaði okkur vel að keyra beint í bakið á þeim og vera fastari fyrir.“ Það hefur verið kallað svolítið eftir því að íslenskir landsliðsmenn fái afslátt af villum hjá dómurum í deildinni. Haukur fékk þrjár villur dæmdar á sig í leiknum en þær áttu að vera mun fleiri samkvæmt einhverjum hrópum og köllum úr stúkunni í Þorlákshöfn í kvöld. „Það gæti vel verið. Ég veit það ekki, kannski fæ ég afslátt einhvers staðar en ekki annars staðar. Það gæti vel verið. Ég heyrði stúkuna líka kalla á Mario að skjóta og hann gerði það og hitti úr öllu. Þannig þau mega segja það sem þau vilja,“ svaraði Haukur að lokum, aðspurður af því hvort hann teldi sig fá afslátt hjá dómurunum í deildinni.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira