Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2022 13:00 Srdan Dojkovic notaði gjallarhorn til að koma skilaboðum sínum áleiðis. getty/Srdjan Stevanovic Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. Djokovic er ekki bólusettur fyrir kórónuveirunni en fékk undanþágu frá bólusetningarskilyrði til að geta keppt á Opna ástralska meistaramótinu. Þrátt fyrir þetta var för Djokovic á landamærunum stöðvuð, hann yfirheyrður og í kjölfarið fluttur á sóttkvíarhótel í Melbourne. Hann verður þar fram á mánudag þegar ákvörðun verður tekin hvort honum verði hleypt inn í landið og þannig freistað þess að verja titil sinn á Opna ástralska. Fjölskylda Djokovic boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðu áströlskum stjórnvöldum til syndana og spöruðu ekki stóru orðin. „Jesús var krossfestur og píndur en hann þraukaði og lifir enn meðal vor,“ sagði Srdjan Djokovic. „Þeir ætla að krossfesta Novak á sama hátt, vanmeta hann, fleygja honum á hnén og gera allt við hann.“ Móðir Djokovic, Dijana, lét forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, heyra það. „Þú, forsætisráðherra þessa fjarlæga, fallega lands. Þú hegðar þér samkvæmt þínum gildum sem hafa ekkert með okkar gildi að gera. Við erum mennsk, ekki þú.“ Dijana lýsti svo aðstæðum sonar síns á sóttkvíarhótelinu í Melbourne. „Aðstæður eru skelfilegar. Þetta er bara lítið innflytjendahótel. Með skordýrum, það er skítugt og maturinn er hræðilegur. Þau vilja ekki gefa honum kost á að fara á betra hótel eða í leiguíbúð,“ sagði Dijana og bætti því við að Novak ætti í vandræðum með svefn. Serbnesk stjórnvöld, þar á meðal forsetinn Aleksandar Vucic, hafa einnig gagnrýnt meðferðina á Djokovic sem er skærasta íþróttastjarna Serbíu. Hann hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum og er sigursælastur í sögu Opna ástralska með níu titla. Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Serbía Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sjá meira
Djokovic er ekki bólusettur fyrir kórónuveirunni en fékk undanþágu frá bólusetningarskilyrði til að geta keppt á Opna ástralska meistaramótinu. Þrátt fyrir þetta var för Djokovic á landamærunum stöðvuð, hann yfirheyrður og í kjölfarið fluttur á sóttkvíarhótel í Melbourne. Hann verður þar fram á mánudag þegar ákvörðun verður tekin hvort honum verði hleypt inn í landið og þannig freistað þess að verja titil sinn á Opna ástralska. Fjölskylda Djokovic boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðu áströlskum stjórnvöldum til syndana og spöruðu ekki stóru orðin. „Jesús var krossfestur og píndur en hann þraukaði og lifir enn meðal vor,“ sagði Srdjan Djokovic. „Þeir ætla að krossfesta Novak á sama hátt, vanmeta hann, fleygja honum á hnén og gera allt við hann.“ Móðir Djokovic, Dijana, lét forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, heyra það. „Þú, forsætisráðherra þessa fjarlæga, fallega lands. Þú hegðar þér samkvæmt þínum gildum sem hafa ekkert með okkar gildi að gera. Við erum mennsk, ekki þú.“ Dijana lýsti svo aðstæðum sonar síns á sóttkvíarhótelinu í Melbourne. „Aðstæður eru skelfilegar. Þetta er bara lítið innflytjendahótel. Með skordýrum, það er skítugt og maturinn er hræðilegur. Þau vilja ekki gefa honum kost á að fara á betra hótel eða í leiguíbúð,“ sagði Dijana og bætti því við að Novak ætti í vandræðum með svefn. Serbnesk stjórnvöld, þar á meðal forsetinn Aleksandar Vucic, hafa einnig gagnrýnt meðferðina á Djokovic sem er skærasta íþróttastjarna Serbíu. Hann hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum og er sigursælastur í sögu Opna ástralska með níu titla.
Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Serbía Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sjá meira