Krummi og Hermann biðja Sölva líka um að birta ekki viðtölin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. desember 2021 23:05 Sölvi Tryggvason til vinstri, Krummi í Mínus í miðjunni og Hermann Hreiðarsson lengst til hægri. Vísir/Instagram Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Krummi í Mínus hafa óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við þá fyrr á árinu verði ekki birt. Fréttastofa greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson sjónvarpsmaður hefði óskað eftir því sama. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt í loftið að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í kjölfar ásakananna, sem fram komu í maí á þessu ári, dró Sölvi sig alfarið í hlé og tók alla fyrri þætti hlaðvarps síns úr birtingu. Ekki látnir vita Hermann Hreiðarsson segir í samtali við fréttastofu að hann hafi óskað eftir því að viðtalið við hann yrði ekki birt. Hann segist hafa heyrt af því í fréttum í gær að til stæði að birta viðtalið, en hafi að öðru leyti ekki verið látinn vita. Viðtalið væri þar að auki gamalt og tekið upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, tekur í sama streng og Hermann. Hann hefur einnig óskað eftir því að viðtal Sölva við sig verði ekki birt og furðaði sig á því að ekki hafa ekki verið látinn vita af því að til stæði að birta viðtalið. „Þetta var bara tekið upp einhvern tímann í byrjun árs,“ segir Krummi og kveðst hafa sent skilaboð á Sölva fyrr í dag. Krummi kom hálfpartinn af fjöllum í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hafi óskað eftir því að sambærilegt viðtal Sölva yrði ekki birt. Viðmælendurnir þrír vilja lítið tjá sig efnislega um málið en segja að forsendur hafi eðli málsins samkvæmt breyst frá því að viðtölin voru tekin upp. Viðtölin hafi þar að auki verið gömul en eins og fyrr segir voru þau öll tekin upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram í sviðsljósið. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er Hannes Hólmsteinn Gissurarson líklega meðal væntanlegra gesta Sölva. Ekki náðist í Hannes við vinnslu fréttarinnar. Mál Sölva Tryggvasonar Samfélagsmiðlar MeToo Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32 Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt í loftið að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í kjölfar ásakananna, sem fram komu í maí á þessu ári, dró Sölvi sig alfarið í hlé og tók alla fyrri þætti hlaðvarps síns úr birtingu. Ekki látnir vita Hermann Hreiðarsson segir í samtali við fréttastofu að hann hafi óskað eftir því að viðtalið við hann yrði ekki birt. Hann segist hafa heyrt af því í fréttum í gær að til stæði að birta viðtalið, en hafi að öðru leyti ekki verið látinn vita. Viðtalið væri þar að auki gamalt og tekið upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, tekur í sama streng og Hermann. Hann hefur einnig óskað eftir því að viðtal Sölva við sig verði ekki birt og furðaði sig á því að ekki hafa ekki verið látinn vita af því að til stæði að birta viðtalið. „Þetta var bara tekið upp einhvern tímann í byrjun árs,“ segir Krummi og kveðst hafa sent skilaboð á Sölva fyrr í dag. Krummi kom hálfpartinn af fjöllum í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hafi óskað eftir því að sambærilegt viðtal Sölva yrði ekki birt. Viðmælendurnir þrír vilja lítið tjá sig efnislega um málið en segja að forsendur hafi eðli málsins samkvæmt breyst frá því að viðtölin voru tekin upp. Viðtölin hafi þar að auki verið gömul en eins og fyrr segir voru þau öll tekin upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram í sviðsljósið. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er Hannes Hólmsteinn Gissurarson líklega meðal væntanlegra gesta Sölva. Ekki náðist í Hannes við vinnslu fréttarinnar.
Mál Sölva Tryggvasonar Samfélagsmiðlar MeToo Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32 Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32
Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14