Skotinn fljúgandi bjargaði sér fyrir horn | Þungarokkarinn engin fyrirstaða fyrir Wright Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. desember 2021 23:04 Gary Anderson er kominn í átta manna úrslit. Adam Davy/PA Images via Getty Images Skotinn fljúgandi, Gary Anderson, vann nauman 4-3 sigur gegn Rob Cross í 16-manna úrslitum HM í pílukasti í kvöld eftir að hafa komist í 3-1. Þá vann Peter Wright öruggan 4-1 sigur gegn þungarokkaranum Ryan Searle. Fyrsta viðureign kvöldsins var hins vegar viðureign James Wade og Martijn Kleermaker. Wade fór örugglega áfram, en hann vann fyrstu fjögur settin og tryggði sér 4-0 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mæti Mervyn King. 𝗖𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗽𝗼𝘄𝗲𝗿𝘀 𝘁𝗵𝗿𝗼𝘂𝗴𝗵!James Wade wastes no time in beating Martijn Kleermaker and securing his spot in the Last Eight. #WHDarts pic.twitter.com/IbJchKF4jv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Önnur viðureign kvöldsins var svo viðureign Gary Anderson og Rob Cross. Anderson er í fimmta sæti heimslista PDC og varð heimsmeistari árin 2015 og 2016, en Cross situr í 11. sæti og varð heimsmeistari árið 2018, á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Cross vann fyrsta settið með minnsta mun, 3-2, áður en Anderson vann þrjú í röð, 3-0, 3-0 og 3-1, og var þá aðeins einu setti frá því að tryggja sér sigur. Taugarnar virtust hins vegar ná til Anderson semklúðraði hverju útskotinu á fætur öðru. Cross nýtti sér mistök Skotans og vann næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Því þurfti oddasett til að skera úr um sigurvegara. Anderson kom hausnum í lag á ögurstundu og vann lokasettið 3-1. Hann tryggsði sér þar með 4-3 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mætir Luke Humphries. 𝗔𝗡𝗗𝗘𝗥𝗦𝗢𝗡 𝗪𝗜𝗡𝗦!!More incredible drama at Alexandra Palace as Gary Anderson eventually beats Rob Cross to reach the Quarter-Finals!A 4-3 victory for Anderson, who was in cruise control at 3-1 but was pushed all the way!What a game! #WHDarts pic.twitter.com/ij0wSJPPQx— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Þá átti Peter Wright ekki í miklum vandræðum með Ryan Searle í lokaviðureign kvöldsins. Heimsmeistarinn frá 2020 vann fyrstu tvö settin 3-1, áður en Searle náð sér í sigur í þriðja settinu, einnig 3-1. Wright reyndist þó of stór biti fyrir þungarokkarann, en hann vann fjórða settið 3-0 og það fimmta 3-1 og tryggði sér þar með 4-1 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem Callan Rydz bíður hans. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á nýju ári, en átta manna úrslitin verða spiluð á nýársdag. Eins og áður verð a tvær útsendingar, sú fyrri klukkan 12:30 og sú seinni klukkan 19:00, og allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira
Fyrsta viðureign kvöldsins var hins vegar viðureign James Wade og Martijn Kleermaker. Wade fór örugglega áfram, en hann vann fyrstu fjögur settin og tryggði sér 4-0 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mæti Mervyn King. 𝗖𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗽𝗼𝘄𝗲𝗿𝘀 𝘁𝗵𝗿𝗼𝘂𝗴𝗵!James Wade wastes no time in beating Martijn Kleermaker and securing his spot in the Last Eight. #WHDarts pic.twitter.com/IbJchKF4jv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Önnur viðureign kvöldsins var svo viðureign Gary Anderson og Rob Cross. Anderson er í fimmta sæti heimslista PDC og varð heimsmeistari árin 2015 og 2016, en Cross situr í 11. sæti og varð heimsmeistari árið 2018, á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Cross vann fyrsta settið með minnsta mun, 3-2, áður en Anderson vann þrjú í röð, 3-0, 3-0 og 3-1, og var þá aðeins einu setti frá því að tryggja sér sigur. Taugarnar virtust hins vegar ná til Anderson semklúðraði hverju útskotinu á fætur öðru. Cross nýtti sér mistök Skotans og vann næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Því þurfti oddasett til að skera úr um sigurvegara. Anderson kom hausnum í lag á ögurstundu og vann lokasettið 3-1. Hann tryggsði sér þar með 4-3 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mætir Luke Humphries. 𝗔𝗡𝗗𝗘𝗥𝗦𝗢𝗡 𝗪𝗜𝗡𝗦!!More incredible drama at Alexandra Palace as Gary Anderson eventually beats Rob Cross to reach the Quarter-Finals!A 4-3 victory for Anderson, who was in cruise control at 3-1 but was pushed all the way!What a game! #WHDarts pic.twitter.com/ij0wSJPPQx— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Þá átti Peter Wright ekki í miklum vandræðum með Ryan Searle í lokaviðureign kvöldsins. Heimsmeistarinn frá 2020 vann fyrstu tvö settin 3-1, áður en Searle náð sér í sigur í þriðja settinu, einnig 3-1. Wright reyndist þó of stór biti fyrir þungarokkarann, en hann vann fjórða settið 3-0 og það fimmta 3-1 og tryggði sér þar með 4-1 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem Callan Rydz bíður hans. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á nýju ári, en átta manna úrslitin verða spiluð á nýársdag. Eins og áður verð a tvær útsendingar, sú fyrri klukkan 12:30 og sú seinni klukkan 19:00, og allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira