Sport

Guð­rún Brá og Róbert Ísak eru í­þrótta­fólk Hafnar­fjarðar 2021

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Róbert Ísak til vinstri og Guðrún Brá til hægri.
Róbert Ísak til vinstri og Guðrún Brá til hægri. Hafnarfjarðarbær

Guðrún Brá og Róbert Ísak voru valin íþróttafólk Hafnarfjarðar árið 2021 í rafrænni kosningu sem fram fór í dag. Þá hlaut meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik hjá Haukum titilinn „afrekslið Hafnarfjarðar 2021“.

Guð­rún Brá Björg­vins­dóttir er einn fremsti kylfingur landsins en á árinu varð hún Ís­lands­meistari kvenna í holu­keppni og sigraði á móti B59, móta­röð þeirra bestu. Hún tók þátt í sex­tán mótum á árinu og lenti meðal annars í 12. sæti á Aramco mótinu í júlí og 8. sæti á ATS í Sádí-Arabíu í nóvember. Hún endaði enn fremur í 75. sæti á styrk­leika­lista LET Evrópu­mótaraðarinnar og heldur fullum rétti á næsta ári í móta­röðinni sem hefst í febrúar á næsta ári.

Róbert Ísak Jónsson er sundmaður íþróttafélagsins Fjarðar og er fjórfaldur Íslandsmeistari í 25 metra laug í flokki S14 og þrefaldur Íslandsmeistari í 50 metra laug. Róbert Ísak vann meðal annars silfur- og bronsverðlaun á EM í Madeira í Portúgal fyrr á árinu. Hann er þar að auki margfaldur Íslandsmethafi og stóð sig með stakri prýði á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó fyrr í sumar.

Þá var meistaraflokkur kvenna í köfuknattleik hjá Haukum var valið afrekslið Hafnarfjarðar árið 2021. Liðið lenti í öðru sæti á Íslandsmóti, varð bikarmeistari og meistari meistaranna í haust. Haukar unnu einnig fyrsta Evrópuleik sem íslenskt kvennalið hefur unnið og fóru í riðlakeppni Evrópukeppninnar. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ er atburðurinn sagður einstakur í íslenskri íþróttasögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×