Steindi með Covid og jólabingói Blökastsins frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 14:06 Auddi, Egill og Steindi eru þáttastjórnendur FM95BLÖ og hlaðvarpsins Blökastið. Vísir Nokkrir liðsmenn Blökastsins og framleiðsluteymisins á bak við að hafa greinst smitaðir af Covid-19. Auðunn Blöndal segir stöðuna leiðinlega en lofar enn betra bingói þegar nýtt ár gengur í garð. Jólabingó Blökastsins var á dagskrá á morgun, miðvikudaginn 29. desember klukkan 19, en því hefur verið frestað til 14. janúar þar sem meðlimir Blö-teymisins hafa greinst smitaðir af Covid. Sýna átti bingóið í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi á morgun en það færist nú til um rúmar tvær vikur. „Þetta er alveg ömurlegt, það er því miður enginn útsendingarstjóri laus af því að annar er með Covid. Sverrir og Jóhanna Guðrún ætla að koma og syngja þannig að við vildum gera þetta vel og það var bara ekki hægt núna,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi. „Við vorum búin að reyna allt en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuður ársins þannig að það er fínt að eiga þetta eftir. Við verðum með sömu geggjuðu vinningana,“ segir Auddi. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, er einn þeirra sem greindist smitaður af veirunni. Hann er nú í einangrun með fjölskyldu sinni, sem sömuleiðis greindist öll smituð. „Gengið er bara komið með Covid eða er í sóttkví. Þannig að við þurftum að fresta því til 14. janúar,“ segir Steindi. „Það er smá skrítið að vera með jólabingó í janúar þannig að við höfum þetta bara nýársbingó. Við ætlum heldur betur að gera þetta mjög flott, stórt og veglegt. Það verða þarna örugglega margir fastir heima í sóttkví eða einangrun og ég held að fólk verði mjög þakklátt að fá inn eitthvað skemmtilegt,“ segir Steindi. Hann og fjölskyldan muni reyna að hafa það notalegt um áramótin. „Sem betur fer heilsast öllum vel og allir eru bara nokkuð brattir. Það er bara verið að finna alls konar skemmtilegt til að bralla á daginn og reyna að gera þetta sem skást.“ Bingóið verður, þrátt fyrir allt, sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi um miðjan janúar. Sérstakir gestir Blö-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi. FM95BLÖ Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Jólabingó Blökastsins var á dagskrá á morgun, miðvikudaginn 29. desember klukkan 19, en því hefur verið frestað til 14. janúar þar sem meðlimir Blö-teymisins hafa greinst smitaðir af Covid. Sýna átti bingóið í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi á morgun en það færist nú til um rúmar tvær vikur. „Þetta er alveg ömurlegt, það er því miður enginn útsendingarstjóri laus af því að annar er með Covid. Sverrir og Jóhanna Guðrún ætla að koma og syngja þannig að við vildum gera þetta vel og það var bara ekki hægt núna,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi. „Við vorum búin að reyna allt en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuður ársins þannig að það er fínt að eiga þetta eftir. Við verðum með sömu geggjuðu vinningana,“ segir Auddi. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, er einn þeirra sem greindist smitaður af veirunni. Hann er nú í einangrun með fjölskyldu sinni, sem sömuleiðis greindist öll smituð. „Gengið er bara komið með Covid eða er í sóttkví. Þannig að við þurftum að fresta því til 14. janúar,“ segir Steindi. „Það er smá skrítið að vera með jólabingó í janúar þannig að við höfum þetta bara nýársbingó. Við ætlum heldur betur að gera þetta mjög flott, stórt og veglegt. Það verða þarna örugglega margir fastir heima í sóttkví eða einangrun og ég held að fólk verði mjög þakklátt að fá inn eitthvað skemmtilegt,“ segir Steindi. Hann og fjölskyldan muni reyna að hafa það notalegt um áramótin. „Sem betur fer heilsast öllum vel og allir eru bara nokkuð brattir. Það er bara verið að finna alls konar skemmtilegt til að bralla á daginn og reyna að gera þetta sem skást.“ Bingóið verður, þrátt fyrir allt, sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi um miðjan janúar. Sérstakir gestir Blö-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi.
FM95BLÖ Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31