Spá Söru ekki á pall í Dúbaí: Alltaf eitthvað sem bítur hana í rassinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 09:31 Sara Sigmundsdóttir keppir á ný á Dubai CrossFit Championship mótinu sem hefst á morgun. Instagram/@sarasigmunds Það verða mörg augu á Söru Sigmundsdóttur þegar keppni hefst á Dubai CrossFit Championship mótinu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun. Sara er þar að fara að keppa á sínu fyrsta móti síðan að hún sleit krossband í mars og missti af öllu 2021 tímabilinu. Dubai CrossFit Championship mótið fer fram frá 16. til 18. desember og er síðasta stóra mót ársins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara hefur titil að verja á þessu móti í Dúbaí en það verða samt aðeins liðnir átta mánuðir síðan að hún lá á skurðarborðinu í krossbandsaðgerðinni. Sara vann mótið þegar það fór fram síðast árið 2019 en mótið féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar. Morning Chalk Up fékk þá Brian Friend, Patrick Clark og Derek Forrest til að spá fyrir um mótið í Dúbaí. Derek Forrest spáir Lauru Horvath sigri, Gabriela Migala öðru sæti og Kristin Holte þriðja sæti. „Mig langaði svo mikið að setja Söru Sigmundsdóttur á listann minn yfir þær þrjá efstu. Ég er mikill aðdáandi Söru alveg síðan að hún byrjaði að keppa en það er alltaf þessi eina grein hjá henni þar sem hún gleymir að bera pokann yfir línuna eða eitthvað viðlíka,“ sagði Derek Forrest. „Það er alltaf eitthvað andlegt sem læðist aftur að henni og bítur hana í rassinn. Svo er þetta auðvitað fyrsta mótið hennar eftir aðgerð og ég held að hún verði ekki hundrað prósent. Hún er því ekki á spá minni fyrir verðlaunapallinn en það kæmi mér samt ekki mikið á óvart ef hún kæmist þangað,“ sagði Derek. Derek er líka á því að Þuríður Erla Helgadóttir geti komið á óvart á mótinu í ár. „Ég held að Gabi vinni þetta og byggi ofan á frammistöðu sína á heimsleikunum og flotta framgöngu sína á Rogue. Ég er síðan með Lauru í öðru sætinu og síðan er ég með Emmu Cary í þriðja sætinu hjá mér. Ég var samt um tíma með Holte í þriðja sætinu,“ sagði Patrick Clark en hann segir að sú norska hafi fagnað því að keppa í snjónum á degi eitt. Þetta er einmitt síðasta mót Holte á ferlinum sem einstaklingur en hún er að setja skóna sína upp á hillu. „Þeir hafa nefnt sigursælustu keppendurna hjá stelpunum fyrir utan Karin Freyova. Hún er frábær íþróttakona og hefði getað gert flotta hluti á heimsleikunum hefði hún náð að tryggja sér sæti þar. Hún varð í öðru sæti þegar hún keppti síðast í Dúbaí,“ sagði Brian Friend. Brian spáði að þær Gabriela Migala, Laura Horvath og Kristin Holte endi á verðlaunapallinum í ár. Það má pælingar hópsins hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aW9TVBAZWs4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Sara er þar að fara að keppa á sínu fyrsta móti síðan að hún sleit krossband í mars og missti af öllu 2021 tímabilinu. Dubai CrossFit Championship mótið fer fram frá 16. til 18. desember og er síðasta stóra mót ársins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara hefur titil að verja á þessu móti í Dúbaí en það verða samt aðeins liðnir átta mánuðir síðan að hún lá á skurðarborðinu í krossbandsaðgerðinni. Sara vann mótið þegar það fór fram síðast árið 2019 en mótið féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar. Morning Chalk Up fékk þá Brian Friend, Patrick Clark og Derek Forrest til að spá fyrir um mótið í Dúbaí. Derek Forrest spáir Lauru Horvath sigri, Gabriela Migala öðru sæti og Kristin Holte þriðja sæti. „Mig langaði svo mikið að setja Söru Sigmundsdóttur á listann minn yfir þær þrjá efstu. Ég er mikill aðdáandi Söru alveg síðan að hún byrjaði að keppa en það er alltaf þessi eina grein hjá henni þar sem hún gleymir að bera pokann yfir línuna eða eitthvað viðlíka,“ sagði Derek Forrest. „Það er alltaf eitthvað andlegt sem læðist aftur að henni og bítur hana í rassinn. Svo er þetta auðvitað fyrsta mótið hennar eftir aðgerð og ég held að hún verði ekki hundrað prósent. Hún er því ekki á spá minni fyrir verðlaunapallinn en það kæmi mér samt ekki mikið á óvart ef hún kæmist þangað,“ sagði Derek. Derek er líka á því að Þuríður Erla Helgadóttir geti komið á óvart á mótinu í ár. „Ég held að Gabi vinni þetta og byggi ofan á frammistöðu sína á heimsleikunum og flotta framgöngu sína á Rogue. Ég er síðan með Lauru í öðru sætinu og síðan er ég með Emmu Cary í þriðja sætinu hjá mér. Ég var samt um tíma með Holte í þriðja sætinu,“ sagði Patrick Clark en hann segir að sú norska hafi fagnað því að keppa í snjónum á degi eitt. Þetta er einmitt síðasta mót Holte á ferlinum sem einstaklingur en hún er að setja skóna sína upp á hillu. „Þeir hafa nefnt sigursælustu keppendurna hjá stelpunum fyrir utan Karin Freyova. Hún er frábær íþróttakona og hefði getað gert flotta hluti á heimsleikunum hefði hún náð að tryggja sér sæti þar. Hún varð í öðru sæti þegar hún keppti síðast í Dúbaí,“ sagði Brian Friend. Brian spáði að þær Gabriela Migala, Laura Horvath og Kristin Holte endi á verðlaunapallinum í ár. Það má pælingar hópsins hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aW9TVBAZWs4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira