Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 13:17 Magnus Carlsen varð fyrst heimsmeistari í skák árið 2013. AP Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. NRK segir að Carlsen hafi greint frá því í hlaðvarpi stuðningsaðila síns, Unibet, að það sé einungis hinn átján ára íransk-franski Alireza Firouzja sem kunni að veita honum innblástur til að taka þátt í næsta heimsmeistaraeinvígi sem fram fer 2023. Firouzja er einn efnilegasti skákmaður heims um þessar mundir, en Carlsen segir að fari svo að Firouzja vinni sér ekki rétt til að taka þátt í einvíginu kann svo að vera að síðasta heimsmeistaraeinvígi hafi verið hans síðasta. „Ef einhver annar er Firouzja vinnur þátttökuréttinn er það ekki líklegt að ég geri tilraun til að verja titilinn. Ég held að ég muni þá bara segja þetta gott.“ Alireza Firouzja og Magnus Carlsen á móti í janúar á síðasta ári.EPA Carlsen bætti því við að mótið skipti hann ekki eins miklu máli og það gerði eitt sinn. Hann segir að jafnvel þó að hann myndi ekki taka aftur þátt í heimsmeistaraeinvígi þá muni hann halda áfram að tefla. Íþróttin veiti honum enn mikla gleði. Sex skákmenn hafa þegar tryggt sér þátttökurétt í áskorendakeppninni á næsta ári þar sem keppt verður um þátttökurétt í heimsmeistaraeinvíginu 2023, en alls munu átta skákmenn þar etja kappi. Hinir sex eru Fabiano Caruana, Sergej Karjakin, Teimour Radjabov, Jan-Krzysztof Duda, Ian Nepomniachtchi og téður Alireza Firouzja. Carlsen varð fyrst heimsmeistari í skák árið 2013. Noregur Skák Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Carlsen vann eftir lengsta leik sögunnar Sjötta viðureign heimsmeistaramótsins í skák fór fram í dag. Um var að ræða lengstu skák í sögu mótsins en Norðmaðurinn Magnus Carlsen hafði loks betur gegn Ian Nepomniachtchi. 3. desember 2021 22:46 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
NRK segir að Carlsen hafi greint frá því í hlaðvarpi stuðningsaðila síns, Unibet, að það sé einungis hinn átján ára íransk-franski Alireza Firouzja sem kunni að veita honum innblástur til að taka þátt í næsta heimsmeistaraeinvígi sem fram fer 2023. Firouzja er einn efnilegasti skákmaður heims um þessar mundir, en Carlsen segir að fari svo að Firouzja vinni sér ekki rétt til að taka þátt í einvíginu kann svo að vera að síðasta heimsmeistaraeinvígi hafi verið hans síðasta. „Ef einhver annar er Firouzja vinnur þátttökuréttinn er það ekki líklegt að ég geri tilraun til að verja titilinn. Ég held að ég muni þá bara segja þetta gott.“ Alireza Firouzja og Magnus Carlsen á móti í janúar á síðasta ári.EPA Carlsen bætti því við að mótið skipti hann ekki eins miklu máli og það gerði eitt sinn. Hann segir að jafnvel þó að hann myndi ekki taka aftur þátt í heimsmeistaraeinvígi þá muni hann halda áfram að tefla. Íþróttin veiti honum enn mikla gleði. Sex skákmenn hafa þegar tryggt sér þátttökurétt í áskorendakeppninni á næsta ári þar sem keppt verður um þátttökurétt í heimsmeistaraeinvíginu 2023, en alls munu átta skákmenn þar etja kappi. Hinir sex eru Fabiano Caruana, Sergej Karjakin, Teimour Radjabov, Jan-Krzysztof Duda, Ian Nepomniachtchi og téður Alireza Firouzja. Carlsen varð fyrst heimsmeistari í skák árið 2013.
Noregur Skák Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Carlsen vann eftir lengsta leik sögunnar Sjötta viðureign heimsmeistaramótsins í skák fór fram í dag. Um var að ræða lengstu skák í sögu mótsins en Norðmaðurinn Magnus Carlsen hafði loks betur gegn Ian Nepomniachtchi. 3. desember 2021 22:46 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52
Carlsen vann eftir lengsta leik sögunnar Sjötta viðureign heimsmeistaramótsins í skák fór fram í dag. Um var að ræða lengstu skák í sögu mótsins en Norðmaðurinn Magnus Carlsen hafði loks betur gegn Ian Nepomniachtchi. 3. desember 2021 22:46