Erlent

Handtóku rangan mann vegna Khashoggi-málsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan í París handtók rangan mann.
Lögreglan í París handtók rangan mann. Kiran Ridley/Getty Images)

Yfirvöld í Frakklandi hafa sleppt sádí-arabískum manni sem handtekinn var í vikunni grunaður um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi úr haldi. Komið hefur í ljós að hann var handtekinn fyrir mistök.

Greint var frá því í vikunni að maðurinn hafði verið handtekinn á Charles de Gaulle flugvellinum í París í gær. Hann er talinn vera einn af þeim 26 Sádum sem eftirlýstir eru af tyrknesku lögreglunni vegna morðsins.

Talsmaður sádí-arabískra yfirvalda lýsti því svo yfir eftir handtökuna að franska lögreglan hafi þarna farið mannavillt og að þeir sem hafi átt þátt í morðinu hafi þegar verið dæmdir í Sádí-Arabíu.

Svo virðist sem að sádí-arabísk yfirvöld hafi haft rétt fyrir sér en manninum var sleppt úr haldi í dag. Saksóknarar segja að eftir athugun hafi komið í ljóst að handtökuskipun sem handtakan var byggð á hafi ekki átt við viðkomandi einstakling.

Khashoggi, sem gagnrýndi reglulega í skrifum sínum stjórnvöld í Sádi-Arabíu, var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í tyrknesku stórborginni Istanbúl í október 2018.


Tengdar fréttir

Unnusta Khashoggi vill að Biden birti skýrslu CIA um morðið

Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, hefur skorað á nýkjörinn forseta Bandaríkjanna að birta skýrslu leyniþjónustunnar (CIA) um morðið á blaðamanninum. Segir hún birtinguna munu skipta sköpum í því að leiða sannleikann í ljós.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.