Fótbolti

Aron Einar skoraði í tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar og félagar eru dottnir úr leik.
Aron Einar og félagar eru dottnir úr leik. Simon Holmes/Getty Images

Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta mark Al Arabi er liðið datt út gegn Qatar SC í bikarkeppninni í Katar í dag eftir 2-3 tap á heimavelli.

Aron Einar kom Al Arabi yfir á 4. mínútu leiksins en gestirnir svöruðu með þremur mörkum áður en Al Arabi minnkaði muninn.

Abdulrahman Anad Al Deri fékk sitt annað gula spjald í liði heimamanna á 77. mínútu leiksins og heimamenn voru því manni færri er flautað var til leiksloka.

Al Arabi því dottið út úr bikarnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.