Fótbolti

Chelsea verður án fimm leikmanna gegn Zenit á morgun | Einn smitaður

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mateo Kovacic skilaði jákvæðu kórónuveiruprófi í dag og þarf því að bíða enn frekar með endurkomu sína eftir meiðsli.
Mateo Kovacic skilaði jákvæðu kórónuveiruprófi í dag og þarf því að bíða enn frekar með endurkomu sína eftir meiðsli. Rob Newell - CameraSport via Getty Images

Enska knattspyrnuliðið Chelsea verður án fimm leikmanna þegar liðið mætir Zenit frá Pétursborg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. 

Leikmennirnir fimm eru þeir Ben Chilwell, N'Golo Kante, Trvoh Chalobah, Joginho og Mateo Kovacic. Þjálfari liðsins, Thomas Tuchel, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að Kovacic hafi greinst með kórónuveiruna.

„Hann var á æfingu í gær í mjög góðu skapi en greindist svo með kórónuveiruna í dag og er nú í einangrun,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi í dag.

Kovacic hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðan í október, en það kom til greina að hann myndi snúa aftur á knattspyrnuvöllinn gegn Zenit á morgun.

„Þetta er mikið bakslag fyrir hann persónulega og fyrir okkur alla,“ sagði Tuchel.

Með sigri tryggir Chelsea sér efsta sæti H-riðils, en leikur liðanna hefst klukkan 17:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×