Sport

Dagskráin í dag: Riðlakeppni Meistaradeildarinnar klárast

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester United tekur á móti Young Boys í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Manchester United tekur á móti Young Boys í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Alex Livesey/Getty Images

Seinustu leikir riðlakepnninnar í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu eru meðal þeirra ellefu beinu útsendinga sem sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á í dag.

Dagurinn hefst á tveimur leikjum í UEFA Youth League, en klukkan 12:55 mætast Salzburg og Sevilla á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 14:55 er svo leikur Manchester United og Young Boys á dagskrá á sömu rás.

Klukkan 17:35 mætast Zenit og ríkjandi Evrópumeistarar Chelsea í Meistaradeildinni á Stöð 2 Sport 3.

Upphitun fyrir kvöldleikina í Meistaradeildinni hefst klukkan 19:15, en hún verður sýnd bæði á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 4.

Klukkan 19:50 hefst svo útsending frá þremur Meistaradeildarleikjum. Á stöð 2 Sport 2 verður sýndur leikur Manchester United og Young Boys, Salzburg og Sevilla eigast við á Stöð 2 Sport 3 og á Stöð 2 Sport 4 tekur Benfica á móti Dynamo Kiev.

Meistaradeildarmörkin eru svo að lokum á sínum stað klukkan 22:00 á Stöð 2 Sport 2 þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Fótboltinn er þó ekki það eina sem er á dagskrá í dag, en einnig eru tveir leikir í Subway-deild kvenna í körfubolta í boði. Klukkan 18:05 mætast Skallagrímur og Fjölnir á Stöð 2 Sport, og að þeim leik loknum verður skipt yfir til Keflavíkur þar sem heimakonur taka á móti Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×