Lokasóknin: Er það ekki bara Tom Brady? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 15:15 Tom Brady er langelsti leikmaður NFL-deildarinnar en kannski sá besti líka. Hann er á góðri leið með að vinna annan titil með Tampa Bay Buccaneers. Getty/Maddie Meyer Lokasóknin fór yfir það í síðasta þætti sínum hver ætti mestu möguleikana á því að vera valinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar í ár. Það hefur verið sveiflugangur hjá mörgum liðum í deildinni á þessum tímabili og fyrir vikið þá koma margir til greina sem MVP deildarinnar. Lokasóknin er á dagskrá á Stöð 2 Sport í hverri viku og þar er farið yfir leiki vikunnar. Tólfta vika deildarkeppninnar af átján kallaði á umræðu um stærstu verðlaun leikmanns í deildinni. „Eitt sem er rosalega mikið rætt í kringum NFL-deildina er MVP-kapphlaupið. Hver er bestur í deildinni? Þetta er atkvæðagreiðsla sem á sér stað en það er kannski erfitt að lesa í það núna,“ sagði Andri Ólafsson og spurði hverjir eigi möguleika á því að taka titilinn í ár og af hverju væri svo erfitt að finna líklegan viðtakanda verðlaunanna þetta árið. „Er það erfitt,“ spurði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en bæði Andri og Henry Birgir Gunnarsson svöruðu játandi. „Er það ekki bara Tom Brady? Það má ekki vinna gegn honum að hann sé bestur í deildinni eða eigi einhverja milljón titla á bakinu,“ sagði Eiríkur Stefán. „Ástæðan fyrir því að margir koma til greina er þessi óstöðugleiki hjá alltof mörgum liðum í deildinni,“ sagði Henry Birgir. „Það eru mjög margir að sýna okkur af hverju þeir eiga ekki að verða MVP frekar heldur en öfugt,“ sagði Andri. „Hjá Vegas er Tom Brady efstur en það sem vakti mesta athygli þegar maður fór að skoða veðbankanna er að Jonathan Taylor, sem er búinn að vera hlaupa sig inn í MVP-umræðuna, er í níunda sæti,“ sagði Henry Birgir. Strákarnir fóru yfir listann yfir þá sem þykja líklegastir. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Umræða um MVP verðlaun NFL-deildarinnar í ár NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Sjá meira
Það hefur verið sveiflugangur hjá mörgum liðum í deildinni á þessum tímabili og fyrir vikið þá koma margir til greina sem MVP deildarinnar. Lokasóknin er á dagskrá á Stöð 2 Sport í hverri viku og þar er farið yfir leiki vikunnar. Tólfta vika deildarkeppninnar af átján kallaði á umræðu um stærstu verðlaun leikmanns í deildinni. „Eitt sem er rosalega mikið rætt í kringum NFL-deildina er MVP-kapphlaupið. Hver er bestur í deildinni? Þetta er atkvæðagreiðsla sem á sér stað en það er kannski erfitt að lesa í það núna,“ sagði Andri Ólafsson og spurði hverjir eigi möguleika á því að taka titilinn í ár og af hverju væri svo erfitt að finna líklegan viðtakanda verðlaunanna þetta árið. „Er það erfitt,“ spurði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en bæði Andri og Henry Birgir Gunnarsson svöruðu játandi. „Er það ekki bara Tom Brady? Það má ekki vinna gegn honum að hann sé bestur í deildinni eða eigi einhverja milljón titla á bakinu,“ sagði Eiríkur Stefán. „Ástæðan fyrir því að margir koma til greina er þessi óstöðugleiki hjá alltof mörgum liðum í deildinni,“ sagði Henry Birgir. „Það eru mjög margir að sýna okkur af hverju þeir eiga ekki að verða MVP frekar heldur en öfugt,“ sagði Andri. „Hjá Vegas er Tom Brady efstur en það sem vakti mesta athygli þegar maður fór að skoða veðbankanna er að Jonathan Taylor, sem er búinn að vera hlaupa sig inn í MVP-umræðuna, er í níunda sæti,“ sagði Henry Birgir. Strákarnir fóru yfir listann yfir þá sem þykja líklegastir. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Umræða um MVP verðlaun NFL-deildarinnar í ár NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Sjá meira