Tónlist

Elton John og Ed Sheeran gefa út jóla­lag

Árni Sæberg skrifar
Elton John og Ed Sheeran gefa út jólalag á föstudag.
Elton John og Ed Sheeran gefa út jólalag á föstudag. Skjáskot/Youtube

Stórstjörnurnar Elton John og Ed Sheeran gefa saman út jólalagið Merry Christmas, eða Gleðileg jól, á föstudag.

Sheeran birti myndbandstilkynningu þess efnis á Youtube-síðu sinni í dag. Myndbandið er skýr vísun í eina þekktustu jólamynd allra tíma, Love Actually. Sheeran flettir þar skiltum líkt og leikarinn Andrew Lincoln gerði svo eftirminnilega í myndinni.

Á skiltunum segir að hann hafi fengið símtal frá vini sínum Elton John síðustu jól þar sem hann bar upp hugmynd um að þeir myndu semja saman jólalag.

Sheeran hafi sagst geta gert það jólin 2022 en í raun hafi hann samið laglínuna samdægurs. Afraksturinn, Merry Christmas, komi út á föstudaginn. 

Þó lofar hann að jólabjöllur leiki stórt hlutverk í laginu.

Myndbandið má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.