Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2021 12:00 Skimun á landamærum Ástralíu hefur verið aukin töluvert. Hér má sjá viðbúnaðinn á flugvelli í Sydney í morgun. Getty/James D. Morgan Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. Í frétt ríkisútvarps Ástralíu (ABC) segir að 260 farþegum og áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem fólkið var í hafi verið gert að fara í fjórtán daga sóttkví. Ómíkron-afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum heimsálfum. Það hefur meðal annars greinst í Þýskalandi, Ítalíu, Belgíu, Ísrael, Hong Kong og ríkjum í sunnanverðri Afríku. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Ríki víða um heim hafa beitt ferðatakmörkunum sem beinast að ríkjum sunnanverðrar Afríku og er ætlað að koma í veg fyrir dreifingu Ómíkron-afbrigðisins. Engir hafa þó gengið jafn langt og Ísraelsmenn sem hafa lokað landamærunum gagnvart öllum nema Ísraelum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó varað við því fólk fari ekki fram úr sér, ef svo má að orði komast, áður en frekari upplýsingar af um afbrigðið liggja fyrir. Stofnunin hefur einnig gagnrýnt auðugri þjóðir heimsins fyrir að sanka að sér bóluefnum. Bóluefna-ójöfnuður leiði til frekari dreifingar Covid-19 og þar af leiðandi séu meiri líkur á því að ný afbrigði stingi upp kollinum. Hoarding of #COVID19 vaccines by some countries & lack of global solidarity makes us vulnerable not only to this virus, but also to the next ones that may come along. #VaccinEquityJoin our fight to end the pandemic: https://t.co/A5OzBgY9oi pic.twitter.com/EydVbvJsfk— World Health Organization (WHO) (@WHO) November 28, 2021 AP fréttaveitan hefur eftir Anthony Fauci, sóttvarnalækni Bandaríkjanna, að það kæmi honum ekki á óvart ef Ómíkron-afbrigðið væri þegar í dreifingu þar á landi. Það hefði ekki greinst enn en miðað við hvað það virðist dreifast auðveldlega manna á milli sagði Fauci líklegt að afbrigðið myndi fara „út um allt“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala, sagði sömuleiðis í gær að allar líkur væru á því að Ómíkron-afbrigðið bærist hingað til lands. „Ég tel nú að það muni vernda okkur að einhverju leiti, sérstaklega þá sem eru búnir að fá örvunarskammtinn, en hversu mikla vernd það veitir miðað við Delta afbrigðið, það er of snemmt að segja til um það,“ sagði Björn í samtali við Vísi. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sprengisandur: Kári Stefánsson fer yfir Ómíkrón-afbrigðið Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 28. nóvember 2021 09:31 Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. 27. nóvember 2021 15:48 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Í frétt ríkisútvarps Ástralíu (ABC) segir að 260 farþegum og áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem fólkið var í hafi verið gert að fara í fjórtán daga sóttkví. Ómíkron-afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum heimsálfum. Það hefur meðal annars greinst í Þýskalandi, Ítalíu, Belgíu, Ísrael, Hong Kong og ríkjum í sunnanverðri Afríku. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Ríki víða um heim hafa beitt ferðatakmörkunum sem beinast að ríkjum sunnanverðrar Afríku og er ætlað að koma í veg fyrir dreifingu Ómíkron-afbrigðisins. Engir hafa þó gengið jafn langt og Ísraelsmenn sem hafa lokað landamærunum gagnvart öllum nema Ísraelum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó varað við því fólk fari ekki fram úr sér, ef svo má að orði komast, áður en frekari upplýsingar af um afbrigðið liggja fyrir. Stofnunin hefur einnig gagnrýnt auðugri þjóðir heimsins fyrir að sanka að sér bóluefnum. Bóluefna-ójöfnuður leiði til frekari dreifingar Covid-19 og þar af leiðandi séu meiri líkur á því að ný afbrigði stingi upp kollinum. Hoarding of #COVID19 vaccines by some countries & lack of global solidarity makes us vulnerable not only to this virus, but also to the next ones that may come along. #VaccinEquityJoin our fight to end the pandemic: https://t.co/A5OzBgY9oi pic.twitter.com/EydVbvJsfk— World Health Organization (WHO) (@WHO) November 28, 2021 AP fréttaveitan hefur eftir Anthony Fauci, sóttvarnalækni Bandaríkjanna, að það kæmi honum ekki á óvart ef Ómíkron-afbrigðið væri þegar í dreifingu þar á landi. Það hefði ekki greinst enn en miðað við hvað það virðist dreifast auðveldlega manna á milli sagði Fauci líklegt að afbrigðið myndi fara „út um allt“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala, sagði sömuleiðis í gær að allar líkur væru á því að Ómíkron-afbrigðið bærist hingað til lands. „Ég tel nú að það muni vernda okkur að einhverju leiti, sérstaklega þá sem eru búnir að fá örvunarskammtinn, en hversu mikla vernd það veitir miðað við Delta afbrigðið, það er of snemmt að segja til um það,“ sagði Björn í samtali við Vísi.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sprengisandur: Kári Stefánsson fer yfir Ómíkrón-afbrigðið Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 28. nóvember 2021 09:31 Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. 27. nóvember 2021 15:48 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Sprengisandur: Kári Stefánsson fer yfir Ómíkrón-afbrigðið Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 28. nóvember 2021 09:31
Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. 27. nóvember 2021 15:48
Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38
Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00