Innlent

Hanna Katrín á­fram þing­flokks­for­maður og Sig­mar vara­for­maður

Atli Ísleifsson skrifar
Hanna Katrín Friðriksson.
Hanna Katrín Friðriksson. Viðreisn

Hanna Katrín Friðriksson mun áfram gegna stöðu formanns þingflokks Viðreisnar.

Í tilkynningu frá flokknum segir að þetta hafi verið ákveðið á þingflokksfundi. Þar segir ennfremur að Sigmar Guðmundsson hafi verið kjörinn varaformaður þingflokksins.

„Hanna Katrín hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og verið þingflokksformaður síðan hún tók sæti. Sigmar var kjörinn á þing núna í september síðastliðnum,“ segir í tilkynningunni.

Þing mun koma saman á morgun, en í síðustu viku var tilkynnt að Helga Vala Helgadóttir tæki við þingflokksformennsku hjá Samfylkingunni af Oddnýju G. Harðardóttur.

Sigmar Guðmundsson.Viðreisn

Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.