Sport

Maður næturinnar í NFL gekk um með risa­stóra gull­keðju á hliðarlínunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deebo Samuel var allt í einu kominn með þessa gullkeðju á hliðarlínunni.
Deebo Samuel var allt í einu kominn með þessa gullkeðju á hliðarlínunni. Skjámynd/ESPN

Þetta átti að vera kvöld stjörnuútherjans Odell Beckham Jr. í hans fyrsta leik með Los Angeles Rams en það var hins vegar kollegi hans í hinu liðinu sem stal senunni og fyrirsögnunum.

Útherjinn Deebo Samuel átti mjög flottan leik með San Francisco 49ers í nótt þegar liðið burstaði Los Angeles Rams 31-10 í mánudagsleik NFL-deildarinnar.

Samuel skoraði tvö snertimörk í leiknum þar sem hann sýndi vel áræðni sína og hraða. Staðan var 14-6 þegar hann skoraði snertimarkið sitt í fyrri hálfleiknum og hann kom 49ers síðan í 30-7 með seinna snertimarki sínu í upphafi fjórða leikhlutans.

Rams-liðið vann sjö af fyrstu átta leikjum sínum en hefur nú fengið tvo skelli í röð.

Deebo Samuel á ferðinni með boltann í sigri San Francisco 49ers á Rams í nótt.AP/Jed Jacobsohn

Leikmenn 49ers liðið hafa aftur á móti ekki litið vel út síðustu vikunnar og höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum fyrir þennan leik á móti Rams. Þeir sýndu með frammistöðunni í nótt að þeir ætla að vera með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Fögnuður Deebo Samuel komst líka í fréttirnar en hann var kominn með risastóra gullkeðju með San Francisco 49ers hjálmi um hálsinn á hliðarlínunni og var duglegur að sýna hana í myndavélunum við mikinn fögnuð stuðningsmanna í stúkunni.

Það má sjá Deebo og þessa svakalegu gullkeðju hér fyrir ofan. Snertimörkin hans tvö eru hér fyrir neðan.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.