Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 22:01 Rannveig Þórisdóttir er sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. vísir/arnar Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. Nýju meðalhraðamyndavélarnar eru komnar upp á bæði Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum og verður brátt komið upp víðar. Margir hafa spurt sig hvernig lögregla ætli eiginlega að sekta fyrir of háan meðalhraða því hingað til hefur auðvitað allt sektakerfið miðast við hámarkshraða eins og þær gömlu mæla. Og við spyrjum því: Þarf að umbylta öllu sektarkerfinu á Íslandi vegna þessarar nýju tækni? „Þetta virkar þannig að það eru tvær myndavélar, önnur mælir þá upphafstíman og svo hin lokatímann og þannir er bara meðalhraðinn reiknaður. Og ef um er að ræða svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og meðalhraði ökutækis er 100 kílómetrar þá reiknast sektin bara eins og viðkomandi hefði verið mældur á 100 kílómetra hraða," segir Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. Hægt að keyra á 150 en fá sekt fyrir 110 Já, flóknara var það þá ekki! En þetta gæti skapað nokkuð furðulega stöðu. Segjum sem svo að ég sé á leið til Grindavíkur í rólegheitum að heimsækja frænku mína. Ég fer fram hjá fyrstu myndavélini á löglegum hraða og held honum út nánast allan vegakaflann en rétt áður en ég kem inn í bæinn kemur yfir mig æði og ég gef í botn og tek restina af kaflanum á 150 kílómetra hraða. Þá mælist ég samt kannski bara á meðalhraða 110 kílómetra á klukkustund og fæ 50 þúsund króna sekt í stað 210 þúsund króna sektina og sviptingu ökuréttinda í mánuð sem ég ætti þó réttilega skilið fyrir að fara upp í 150. „Jú, það er í rauninni bara þannig. Þessar vélar eru ekki að gera bæði. Þær eru bara að mæla meðalhraðann frá A til B. Og í rauninni ef þú ætlar að keyra þá á 120 kíkómetra hraða á 90 kílómetra svæði þá þyrftirðu í rauninni að keyra á 70 kílómetra hraða minnst helminginn af leiðinni til að jafna þetta út," segir Rannveig. Þetta er þó ákjósanlegra og nær að dekka mun stærra svæði heldur en þegar ein stök hraðamyndavél tekur mynd af bíl sem keyrir fram hjá. Eins og Rannveig bendir réttilega á gæti sá bíll að sama skapi gefið í botn þegar hann er kominn fram hjá myndavélinni og sloppið við sekt, alfarið. Langt undirbúningsferli skilar sér á morgun Ferlið við undirbúning verkefnisins var langt en um þrjú ár eru síðan Vegagerðin festi kaup á myndavélunum. „Það þurfti að prófa að keyra þetta í gegn um sektarkerfið hjá okkur svo þetta kæmi allt rétt út og það virðist allt vera að ganga. Þannig að það verður bara gangsett á morgun á hádegi. Þannig ef að ég keyri of hratt á Grindavíkurvegi á morgun þá gæti ég átt von á sekt? „Þú átt ekki bara von á sekt. Þú munt fá sekt," segir Rannveig. Umferð Umferðaröryggi Fjarðabyggð Grindavík Lögreglumál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Nýju meðalhraðamyndavélarnar eru komnar upp á bæði Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum og verður brátt komið upp víðar. Margir hafa spurt sig hvernig lögregla ætli eiginlega að sekta fyrir of háan meðalhraða því hingað til hefur auðvitað allt sektakerfið miðast við hámarkshraða eins og þær gömlu mæla. Og við spyrjum því: Þarf að umbylta öllu sektarkerfinu á Íslandi vegna þessarar nýju tækni? „Þetta virkar þannig að það eru tvær myndavélar, önnur mælir þá upphafstíman og svo hin lokatímann og þannir er bara meðalhraðinn reiknaður. Og ef um er að ræða svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og meðalhraði ökutækis er 100 kílómetrar þá reiknast sektin bara eins og viðkomandi hefði verið mældur á 100 kílómetra hraða," segir Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. Hægt að keyra á 150 en fá sekt fyrir 110 Já, flóknara var það þá ekki! En þetta gæti skapað nokkuð furðulega stöðu. Segjum sem svo að ég sé á leið til Grindavíkur í rólegheitum að heimsækja frænku mína. Ég fer fram hjá fyrstu myndavélini á löglegum hraða og held honum út nánast allan vegakaflann en rétt áður en ég kem inn í bæinn kemur yfir mig æði og ég gef í botn og tek restina af kaflanum á 150 kílómetra hraða. Þá mælist ég samt kannski bara á meðalhraða 110 kílómetra á klukkustund og fæ 50 þúsund króna sekt í stað 210 þúsund króna sektina og sviptingu ökuréttinda í mánuð sem ég ætti þó réttilega skilið fyrir að fara upp í 150. „Jú, það er í rauninni bara þannig. Þessar vélar eru ekki að gera bæði. Þær eru bara að mæla meðalhraðann frá A til B. Og í rauninni ef þú ætlar að keyra þá á 120 kíkómetra hraða á 90 kílómetra svæði þá þyrftirðu í rauninni að keyra á 70 kílómetra hraða minnst helminginn af leiðinni til að jafna þetta út," segir Rannveig. Þetta er þó ákjósanlegra og nær að dekka mun stærra svæði heldur en þegar ein stök hraðamyndavél tekur mynd af bíl sem keyrir fram hjá. Eins og Rannveig bendir réttilega á gæti sá bíll að sama skapi gefið í botn þegar hann er kominn fram hjá myndavélinni og sloppið við sekt, alfarið. Langt undirbúningsferli skilar sér á morgun Ferlið við undirbúning verkefnisins var langt en um þrjú ár eru síðan Vegagerðin festi kaup á myndavélunum. „Það þurfti að prófa að keyra þetta í gegn um sektarkerfið hjá okkur svo þetta kæmi allt rétt út og það virðist allt vera að ganga. Þannig að það verður bara gangsett á morgun á hádegi. Þannig ef að ég keyri of hratt á Grindavíkurvegi á morgun þá gæti ég átt von á sekt? „Þú átt ekki bara von á sekt. Þú munt fá sekt," segir Rannveig.
Umferð Umferðaröryggi Fjarðabyggð Grindavík Lögreglumál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels