Súperman og súperstjarna fundu sér ný lið í NFL deildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 10:31 Cam Newton tekur hér Súperman fagnið sitt þegar hann lék síðast með liði Carolina Panthers. Hann er núna kominn aftur heim. Getty/Dannie Walls Gærdagurinn var viðburðaríkur í NFL-deildinni þegar tveir af þekktustu leikmönnum hennar fundu sér ný félög. Báðir voru með lausa samninga og gátu því samið þótt að félög megi ekki lengur skiptast á leikmönnum. Stórstjörnurnar voru leikstjórnandinn Cam Newton og útherjinn Odell Beckham Jr. Newton samdi við Carolina Panthers en Beckham yngri við Los Angeles Rams. Breaking: The Panthers announced they have agreed to terms with QB Cam Newton.He's back. pic.twitter.com/I9tcl4DySX— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Newton átti sín bestu ár hjá Carolina Panthers og þar bjó hann til Súperman viðurnefnið sitt með frábærri frammistöðu. Fyrir átján mánuðum var hann látinn fara en snýr nú aftur í meiðslavandræðum síns gamla félags. Newton lék með New England Patriots í fyrra en var látinn fara rétt fyrir tímabilið. Hann hafði ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í gær. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL hefur skorað fleiri snertimörk með því að hlaupa með boltann sjálfur í mark en þau eru orðin sjötíu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar sem leikmaður Panthers liðsins árið 2015. Breaking: Odell Beckham Jr. is finalizing a deal with the Los Angeles Rams, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/OrAPAtGpSa— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Beckham gekk frá starfslokum við Cleveland Browns eftir erfiða síðustu daga hjá félaginu þar sem faðir hans gagnrýndi meðal annars leikstjórnandann Baker Mayfield opinberlega. Beckham gat valið sér nýtt lið og ákvað að semja við sterkt lið Los Angeles Rams sem er eitt af þeim sem gæti farið alla leið á þessu tímabili. Beckham yngri sló í gegn hjá New York Giants á sínum tíma og fékk súperstjörnusmaning hjá félaginu. Það fór að halla undan fæti eftir það og honum var skipt til Cleveland Browns árið 2019. Lífið hjá Browns var aftur á móti erfitt, Beckham var mikið meiddur og lítið gekk upp hjá honum þegar hann spilaði. Þetta tímabil hefur verið afar slakt hjá Beckham sem hefur ekki skorað snertimark og hans fólk hélt því fram að leikstjórnandinn Baker Mayfield vildi ekki senda á hann boltann. NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Stórstjörnurnar voru leikstjórnandinn Cam Newton og útherjinn Odell Beckham Jr. Newton samdi við Carolina Panthers en Beckham yngri við Los Angeles Rams. Breaking: The Panthers announced they have agreed to terms with QB Cam Newton.He's back. pic.twitter.com/I9tcl4DySX— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Newton átti sín bestu ár hjá Carolina Panthers og þar bjó hann til Súperman viðurnefnið sitt með frábærri frammistöðu. Fyrir átján mánuðum var hann látinn fara en snýr nú aftur í meiðslavandræðum síns gamla félags. Newton lék með New England Patriots í fyrra en var látinn fara rétt fyrir tímabilið. Hann hafði ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í gær. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL hefur skorað fleiri snertimörk með því að hlaupa með boltann sjálfur í mark en þau eru orðin sjötíu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar sem leikmaður Panthers liðsins árið 2015. Breaking: Odell Beckham Jr. is finalizing a deal with the Los Angeles Rams, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/OrAPAtGpSa— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Beckham gekk frá starfslokum við Cleveland Browns eftir erfiða síðustu daga hjá félaginu þar sem faðir hans gagnrýndi meðal annars leikstjórnandann Baker Mayfield opinberlega. Beckham gat valið sér nýtt lið og ákvað að semja við sterkt lið Los Angeles Rams sem er eitt af þeim sem gæti farið alla leið á þessu tímabili. Beckham yngri sló í gegn hjá New York Giants á sínum tíma og fékk súperstjörnusmaning hjá félaginu. Það fór að halla undan fæti eftir það og honum var skipt til Cleveland Browns árið 2019. Lífið hjá Browns var aftur á móti erfitt, Beckham var mikið meiddur og lítið gekk upp hjá honum þegar hann spilaði. Þetta tímabil hefur verið afar slakt hjá Beckham sem hefur ekki skorað snertimark og hans fólk hélt því fram að leikstjórnandinn Baker Mayfield vildi ekki senda á hann boltann.
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira