Lífið

Sons of Anarchy-stjarna látin

Atli Ísleifsson skrifar
William Lucking, til vinstri, í hlutverki Piney í þáttunum Sons of Anarchy.
William Lucking, til vinstri, í hlutverki Piney í þáttunum Sons of Anarchy.

Bandaríski leikarinn William Lucking, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sons of Anarchy, er látinn. Hann var áttræður þegar hann lést.

TMZ segir að Lucking hafi andast á heimili sínu í Las Vegas í lok síðasta mánaðar.

Lucking fór með hlutverk Piney Winston í þáttunum Sons of Anarchy sem framleiddir voru á árunum 2008 til 2014.

Auk þess gerði hann garðinn frægan fyrir hlutverk sín í vestranum og spennumyndinni The Magnificent Seven Ride frá árinu 1972 og gaman- og spennumyndinni The Rundown frá árinu 2003. Þá lék hann á móti Faye Dunaway í myndinni Oklahoma Crude á sjöunda áratugnum.

Ekki hefur fengist upp gefið hvað dró Lucking til dauða, en hann lætur eftir sig eiginkonu, tvær dætur, barnabörn og systur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×