Sport

Nýjasta stjarnan í NFL var sjómaður í Flórída fyrir þremur árum síðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
D'Ernest Johnson á ferðinni í sigri Cleveland Browns á Denver Broncos.
D'Ernest Johnson á ferðinni í sigri Cleveland Browns á Denver Broncos. Getty/Gregory Shamus

Lokasóknin fór að venju yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þar á meðal ræddu menn meðal annars hlauparann sem nýtti tækifærið sitt vel í sjöundu umferðinni.

D'Ernest Johnson fékk mikla ábyrgð í leik þar sem tveir bestu hlauparar Cleveland Browns liðsins, Nick Chubb og Kareem Hunt, voru báðir meiddir. Johnson nýtti tækifærið frábærlega í sigri Denver Broncos, skoraði eitt snertimark og hljóp 146 jarda með boltann.

Henry Birgir Gunnarsson hafði skemmtilega sögu að segja af hinum 25 ára gamla D'Ernest Johnson en Henry fór yfir hana í Lokasókninni.

„Þetta var góð helgi fyrir D'Ernest Johnson, hlaupara hjá Cleveland Browns en hann kom inn í meiðslavandræðum þar og gjörsamlega sló í gegn í 168 jarda leik. Hver er þetta,“ spurði Andri Ólafsson.

Klippa: Lokasóknin: Fyrrum sjómaður sló í gegn í NFL

„Nú ætti eiginlega að vera lagið „Stolt siglir fleyið mitt“ spilað undir því þessi gæi var sjómaður í Flórída fyrir þremur árum síðan. Hann var bara að veiða merlinga til að eiga ofan í sig og á,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson.

„Fyrir tveimur árum spilaði hann í Alliance of American Football League. Hann fer 146 jarda með boltann í þessum leik og er þriðji hlaupari Cleveland á leiktíðinni til að fara yfir hundrað jarda. Það eru síðan enn fimm lið í deildinni sem hafa náð einum hlaupara yfir hundrað jardana. Þetta er fallega saga,“ sagði Henry.

Það má heyra söguna og sjá myndir af frammistöðu D'Ernest Johnson hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×