Á von á einhverri „sérstakri“ gjöf frá Tom Brady og svo miklu meiru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 13:30 Tom Brady hleypur brosandi til búningsklefa eftir sigur Tampa Bay Buccaneers liðsins á sunnudaginn. AP/Mark LoMoglio Tom Brady segir að áhorfandinn sem lét hann fá aftur boltann eftir sex hundraðasta snertimarkið muni fá eitthvað sérstakt í staðinn fyrir greiðann. Það vakti athygli á sunnudaginn þegar Tom Brady skrifaði NFL söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að senda sex hundruð snertimarkssendingar að viðtakandinn, útherjinn Mike Evans, lét áhorfenda hafa boltann. Evans baðst eftir leikinn afsökunar á að hafa gefið boltann frá sér en útherjinn skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Stuttu síðar mátti sjá starfsmann Tampa Bay Buccaneers biðja áhorfandann um boltann sem Brady vildi að sjálfsögðu eiga til minningar um þessa stóru stund. Í fyrstu átti áhorfandinn, sem lét boltann af hendi, að fá eitthvað lítils háttar en fljótlega fóru menn að benda á það á samfélagsmiðlum og annars staðar að þessi bolti hafi verið meira en fimm þúsund Bandaríkjadala virði sem er yfir 64 milljónir íslenskra króna. Áhorfandinn heitir Byron Kennedy og er frá Largo í Flórída. Brady sagði eftir leikinn að það hefði verið fallegt af Byron að gefa honum aftur boltann. Brady lofaði honum líka einhverri sérstakri gjöf. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Síðustu fréttir herma að áhorfandinn eigi að fá tvær áritar keppnistreyjur frá Brady, hjálm, aðra treyju áritaða af Evans og svo skó sem Evans hefur spilað í. Byron fær einnig ársmiða út þetta tímabil og fyrir næsta tímabil líka. Hann eigi líka að fá þúsund dollara inneign í verslun félagsins. Þetta er vissulega talsvert en engar 64 milljónir samt. Byron sjálfur er ekki að sækjast eftir milljónunum og segist bara hafa verið heppinn. NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Það vakti athygli á sunnudaginn þegar Tom Brady skrifaði NFL söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að senda sex hundruð snertimarkssendingar að viðtakandinn, útherjinn Mike Evans, lét áhorfenda hafa boltann. Evans baðst eftir leikinn afsökunar á að hafa gefið boltann frá sér en útherjinn skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Stuttu síðar mátti sjá starfsmann Tampa Bay Buccaneers biðja áhorfandann um boltann sem Brady vildi að sjálfsögðu eiga til minningar um þessa stóru stund. Í fyrstu átti áhorfandinn, sem lét boltann af hendi, að fá eitthvað lítils háttar en fljótlega fóru menn að benda á það á samfélagsmiðlum og annars staðar að þessi bolti hafi verið meira en fimm þúsund Bandaríkjadala virði sem er yfir 64 milljónir íslenskra króna. Áhorfandinn heitir Byron Kennedy og er frá Largo í Flórída. Brady sagði eftir leikinn að það hefði verið fallegt af Byron að gefa honum aftur boltann. Brady lofaði honum líka einhverri sérstakri gjöf. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Síðustu fréttir herma að áhorfandinn eigi að fá tvær áritar keppnistreyjur frá Brady, hjálm, aðra treyju áritaða af Evans og svo skó sem Evans hefur spilað í. Byron fær einnig ársmiða út þetta tímabil og fyrir næsta tímabil líka. Hann eigi líka að fá þúsund dollara inneign í verslun félagsins. Þetta er vissulega talsvert en engar 64 milljónir samt. Byron sjálfur er ekki að sækjast eftir milljónunum og segist bara hafa verið heppinn.
NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira