Kanarífuglarnir étnir á Brúnni

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Mason Mount skýtur á markið
Mason Mount skýtur á markið EPA-EFE/ANDY RAIN

Fyrir leikinn var Chelsea á toppi deildarinnar með nítján stig en Norwich dýpst á botninum með einungis tvö stig.

Það tók ekki langan tíma fyrir heimamenn að skora fyrsta markið. Þar var á ferðinni Mason Mount sem skoraði með frábæru skoti fyrir utan teig á 8. mínútu. Hudson-Odoi skoraði svo annað mark leiksins á 18. mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mateo Kovasic.

Þriðja markið skoraði svo Reece James á 42. mínútu eftir frábæra stungusendingu frá Mount. Afgreiðslan var heldur ekki síðri en James vippaði boltanum yfir markvörð Norwich, Tim Krul. Þannig stóðu leikar í hálfleik og nokkuð ljóst í hvað stefndi.

Ben Chilwell skoraði fjórða markið með góðu skoti vinstra megin úr teignum á 57. mínútu eftir undirbúning Kovasic og svo skoraði Max Aarons sjálfsmark á 62. mínútu. 5-0 en Chelsea ekki hættir.

Darren Gibson fékk svo rautt spjald á 64. mínútu og Norwich komnir algerlega á heljarþröm. Mason Mount skoraði úr víti á 85. mínútu sem þurfti að taka tvisvar. Krul varði fyrra vítið en hann var kominn af línunni þega hann skutlaði sér. Mount skoraði svo síðasta mark leiksins og þriðja mark Chelsea í uppbótartíma. 7-0 niðurstaðan og sigur Chelsea síst of stór.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.