Innlent

Margt í boði í borginni í tilefni af haustfríi

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ágústa Rós Árnadóttir viðburðastjóri segir mikla dagskrá í boði á vegum Árbæjarsafns, Landnámssýningarinnar og á Sjóminjasafni sem heyra undir Borgarsögusafn.
Ágústa Rós Árnadóttir viðburðastjóri segir mikla dagskrá í boði á vegum Árbæjarsafns, Landnámssýningarinnar og á Sjóminjasafni sem heyra undir Borgarsögusafn. Vísir

Haustfrí hófst í grunnskólum Reykjavíkur í morgun og af því tilefni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í söfnum borgarinnar. Fullorðnir fá frítt inn í fylgd með börnum meðan haustfríið varir. Sérstakur vefur hefur verið opnaður með allri dagskrá í Reykjavík. Það sama er upp á teningnum í Menningarhúsum Kópavogs.  

Meðal dagskrár sem er í boði á Borgarbókasafni er bingó, hrekkjavökuföndur og tónlistarsmiðja. Á Listasafni Reykjavíkur er boðið upp á leirmótun og hugmyndasmiðjur. Hægt er að nálgast dagskrár borgarinnar í haustfríinu hér.  

Ágústa Rós Árnadóttir viðburðastjóri segir mikla dagskrá í boði á vegum Árbæjarsafns, Landnámssýningarinnar og á Sjóminjasafni sem heyra undir Borgarsögusafn.

„Við erum alltaf með gott úrval af viðburðum og fræðslutengdu efni í haustfríinu. Á morgun klukkan tvö ætlum við t.d.  í tímaflakk um höfuðborgina með rithöfundunum Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur. Þær ætla að segja krökkunum og fjölskyldum þeirra frá ýmsu afar spennandi í borginni,“ segir Ágústa. 

Ágústa segir að allir viðburðir í vetrarfríinu séu ókeypis og þá sé frítt inn á öll söfn fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

„Börnin fá alltaf frítt inn á söfnin en þegar foreldrar koma með í haustfríinu fá þeir líka frítt inn,“ segir Ágústa.

 Þá er líka mikil dagskrá í tilefni af haustfríinu 22.-26. október hjá Menningarhúsum Kópavogs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.