Sport

Gellan í stúkunni kallaði fram sterk viðbrögð frá þeim besta í NFL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Rodgers á blaðamannafundinum eftir leikinn.
Aaron Rodgers á blaðamannafundinum eftir leikinn. S2 Sport

Aaron Rodgers stráði salti í sár stuðningsmanna Chicago Bears í sigri Green Bay Packers um helgina og þetta var tekið fyrir í Lokasókninni, sem er sérstakur þáttur um NFL-deildina á Stöð 2 Sport 2.

„Aaron Rodgers tryggir sigurinn á móti erkifjendunum i Bears á síðustu mínútunum og heyrið þetta,“ sagði Andri Ólafsson.

„I own you“ og „I still own you“ var meðal þess sem Aaron Rodgers heyrðist segja eða „Ég á ykkur“ og „Ég á ykkur ennþá“ ef við færum þetta yfir á íslensku.

„Hann sá einhverja gellu í stúkunni sem gaf honum tvöfaldan fingur,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Andri skipti þá yfir á blaðamannafundinn eftir leikinn.

„Ég datt út en á góðan hátt. Það sem ég man eftir var að ég horfði upp í stúkuna og það sem ég sá var kona að gefa með tvo fingur. Ég er ekki viss um hvað kom út úr mér eftir það,“ sagði Aaron Rodgers á blaðamannafundinum.

Strákarnir í Lokasókninni voru búnir að grafa upp myndir sem voru teknar úr stúkunni og þar sást að það voru miklu fleiri fingur á lofti.

„Hann er búinn að vinna þá ég veit hversu oft síðustu ár. Hann er með númerið þeirra algjörlega,“ sagði Andri Ólafsson.

Það má sjá þessar myndir og umræðuna úr Lokasókninni hér fyrir neðan.

Klippa: Lokasóknin: Aaron Rodgers sendi Bears stuðningsfólkinu í stúkunni skilaboðFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.