Biðst afsökunar á eineltinu Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 08:01 Jeanette Ottesen er að gefa út bók þar sem hún segir sína sögu nú þegar sundferlinum er lokið. EPA/PATRICK B. KRAEMER Sundkonan Jeanette Ottesen viðurkennir í nýútkominni bók sinni að hafa tekið þátt í því að leggja liðsfélaga sinn í danska landsliðinu, Lotte Friis, í einelti um árabil. Ottesen og Friis eru 33 ára gamlar og unnu hvor um sig til verðlauna á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Orðrómur var uppi um það eftir Ólympíuleikana í London að þær væru óvinkonur en í viðtali við B.T. kváðu þær þann orðróm niður. Nú hefur Ottesen hins vegar viðurkennt, og beðist afsökunar á, sínum þætti í einelti í garð Friis sem hún segir danska sundhópinn hafa stundað: „Það voru sérstaklega strákarnir sem voru slæmir, og þeir gerðu grín að Lotte bæði fyrir framan hana og þegar hún heyrði ekki til. Þetta gat verið eitthvað varðandi það að hún væri með stóran rass, að hún væri þyngri en hún ætti að vera, að hún væri feit, hvernig hún synti, fötin sem hún klæddist eða sundgleraugun sem hún notaði,“ skrifaði Ottesen í bókina sína, sem TV 2 Sport hefur birt kafla úr. Lotte Friis á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi á leikunum í Peking 2008.Getty Fulltrúi samtaka sem berjast gegn einelti Ottesen segist hafa tekið þátt í eineltinu með því að segja ekki frá því heldur hlæja frekar að því þegar aðrir stríddu Friis. Nú er Ottesen fulltrúi samtaka sem berjist gegn einelti og segist ekki geta ímyndað sér neitt hræðilegra en að dóttir sín lendi í einelti. Það sé böl sem þurfi að útrýma. Hún viti það núna og einnig að aldrei sé of seint að biðjast afsökunar. „Ég man ekki hvort ég bað Lotte afsökunar. En ef ég gerði það þá vil ég endurtaka það hérna: Fyrirgefðu Lotte. Ég sé eftir hverju einasta skipti þar sem ég hló eða þér fannst ég vera að taka þátt í eineltinu. Ég harma það. Það var ekki í lagi og ég biðst afsökunar af öllu mínu hjarta,“ skrifaði Ottesen. Ottesen lagði sundbolinn á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en Friis hætti árið 2017. Friis, sem starfar í dag hjá DR, sagðist í samtali við Ekstra Bladet ekki vilja tjá sig um skrif Ottesen fyrr en að hún hefði lesið bókina. Sund Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Ottesen og Friis eru 33 ára gamlar og unnu hvor um sig til verðlauna á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Orðrómur var uppi um það eftir Ólympíuleikana í London að þær væru óvinkonur en í viðtali við B.T. kváðu þær þann orðróm niður. Nú hefur Ottesen hins vegar viðurkennt, og beðist afsökunar á, sínum þætti í einelti í garð Friis sem hún segir danska sundhópinn hafa stundað: „Það voru sérstaklega strákarnir sem voru slæmir, og þeir gerðu grín að Lotte bæði fyrir framan hana og þegar hún heyrði ekki til. Þetta gat verið eitthvað varðandi það að hún væri með stóran rass, að hún væri þyngri en hún ætti að vera, að hún væri feit, hvernig hún synti, fötin sem hún klæddist eða sundgleraugun sem hún notaði,“ skrifaði Ottesen í bókina sína, sem TV 2 Sport hefur birt kafla úr. Lotte Friis á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi á leikunum í Peking 2008.Getty Fulltrúi samtaka sem berjast gegn einelti Ottesen segist hafa tekið þátt í eineltinu með því að segja ekki frá því heldur hlæja frekar að því þegar aðrir stríddu Friis. Nú er Ottesen fulltrúi samtaka sem berjist gegn einelti og segist ekki geta ímyndað sér neitt hræðilegra en að dóttir sín lendi í einelti. Það sé böl sem þurfi að útrýma. Hún viti það núna og einnig að aldrei sé of seint að biðjast afsökunar. „Ég man ekki hvort ég bað Lotte afsökunar. En ef ég gerði það þá vil ég endurtaka það hérna: Fyrirgefðu Lotte. Ég sé eftir hverju einasta skipti þar sem ég hló eða þér fannst ég vera að taka þátt í eineltinu. Ég harma það. Það var ekki í lagi og ég biðst afsökunar af öllu mínu hjarta,“ skrifaði Ottesen. Ottesen lagði sundbolinn á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en Friis hætti árið 2017. Friis, sem starfar í dag hjá DR, sagðist í samtali við Ekstra Bladet ekki vilja tjá sig um skrif Ottesen fyrr en að hún hefði lesið bókina.
Sund Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira