Enski boltinn

Tveir leikmenn Tottenham með veiruna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tveir leikmenn Tottenham munu missa af næstu þrem leikjum liðsins eftir að hafa greinst með kórónaveiruna.
Tveir leikmenn Tottenham munu missa af næstu þrem leikjum liðsins eftir að hafa greinst með kórónaveiruna. Visionhaus/Getty Images

Tveir leikmenn Tottenham Hotspur greindust með kórónaveiruna, en liðið mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Þrátt fyrir að mennirnir hafi ekki verið nafngreindir eru ýmsir heimildarmenn sem vilja meina að leikmennirnir séu þeir Bryan Gil og Heung-Min Son.

Samkvæmt sóttvarnarreglum á Englandi þurfa leikmennirnir að fara í tíu daga sóttkví. Þeir munu því ekki einungis missa af leiknum gegn Newcastle á morgun, heldur einnig gegn Vitesse Arnhem í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag, sem og Lundúnaslagnum gegn West Ham um næstu helgi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.