Íslenski boltinn

Ágúst tekur við Stjörnunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Gylfason er kominn í Garðabæinn.
Ágúst Gylfason er kominn í Garðabæinn. vísir/vilhelm

Ágúst Gylfason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Ágúst hætti hjá Gróttu í haust eftir tveggja ára starf. Ágúst hefur einnig þjálfað Fjölni og Breiðablik.

Ágúst tekur við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni sem stýrði liðinu á síðasta tímabili. Hann hætti eftir það og tók við starfi rekstrarstjóra knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfaði Stjörnuna á árunum 2014-21 en hætti eftir aðeins einn leik í sumar.

Stjarnan endaði í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×