„Hún átti einhvern veginn ekki séns“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 10:41 Lára segir að Krabbameinsfélagið hafi reynst henni ótrúlega vel. Hún sagði Evu Laufey sögu sína í þættinum Ísland í dag. Ísland í dag Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. Lára Guðrún Jóhönnudóttir missti móður sína úr brjóstakrabbameini þegar hún var unglingur og síðar greindist Lára sjálf með brjóstakrabbamein. Átta sentímetra æxli „Hún var 38 ára gömul eins og ég er líka að verða núna, sem er rosalega skrítinn aldur að komast á,“ segir Lára. „Hún var undir rosalega miklu álagi, var að vinna í tveimur vinnum og var einstæð þriggja barna móðir, að harka til að ná endum saman. Hún finnur mein, hnút í brjósti.“ Móðir Láru fór ekki strax í skimun og þegar hún loksins lét verða að því var meinið orðið átta sentímetra stórt. Hún fór í geisla- og lyfjameðferð en þar með var ekki öll sagan sögð. „Hún greinist svo með nýtt krabbamein í hinu brjóstinu þegar hún var í lyfjameðferð.“ Meinið náði að dreifa sér hratt á nokkrum mánuðum í heila, lifur og nýru. „Hún deyr svo í júní, nokkrum vikum eftir fertugsafmælið sitt. Hún var mjög ung. Hún átti einhvern veginn ekki séns, þetta var það agressíft.“ Mæðgurnar á góðri stundu.Aðsent Tróð marvaða eftir missinn Lára missti móður sína á unglingsaldri og átti tvö yngri systkini. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Hún var ekki mjög dugleg að biðja um aðstoð þannig að það lenti svolítið mikið álag á mér. Ég var svona þannig séð farin að reka heimili í menntaskóla.“ Á fyrsta ári í menntaskóla var Lára í 80 prósent vinnu með námi og að tæma ælufötur á nóttunni og reyna að harka sér í skólann þess á milli. Eftir að móðir hennar dó, tók við ábyrgðarhlutverk fyrir Láru. „Það tóku við nokkur ár af því að troða marvaða.“ Lára sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag og má horfa á innslagið hér fyrir neðan. > Fann að eitthvað var að 37 ára gömul greinist Lára svo sjálf með brjóstakrabbamein. „Ég greinist með svokallað hormónanæmt brjóstakrabbamein, ég var einkennalaus þegar ég greinist.“ Innsæið sagði Láru að það væri eitthvað að. „Ég fann það einhvern veginn inni í kjarnanum að eitthvað var í ólagi.“ Hún fékk það í gegn að fara í brjóstamyndatöku út frá fjölskyldusögu. „Þá kemur í ljós pínulítið meinvarp eða æxli sem að lá við rifbein, sem fannst ekki þegar var verið að þreifa.“ Í annarri stöðu Lára segir að hún hafi upplifað reiði og einfaldlega öskrað þegar hún fékk símtalið. „Svo áttaði ég mig á því að ég var í allt annarri stöðu en hún. Tengslanet, fjárhagsstaða, umhverfi og mín andleg líðan var miklu meira í stakk búin til að takast á við þetta.“ Brjóst og brjóstvefur voru fjarlægt í skurðaðgerð og kom þar í ljós að það voru krabbameinsfrumur í öllum fjórðungum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan Lára greindist. Hún segist hafa haldið fast í það að batahorfurnar væru góðar. „Ég vissi að þessi saga mín myndi hafa annan endi.“
Lára Guðrún Jóhönnudóttir missti móður sína úr brjóstakrabbameini þegar hún var unglingur og síðar greindist Lára sjálf með brjóstakrabbamein. Átta sentímetra æxli „Hún var 38 ára gömul eins og ég er líka að verða núna, sem er rosalega skrítinn aldur að komast á,“ segir Lára. „Hún var undir rosalega miklu álagi, var að vinna í tveimur vinnum og var einstæð þriggja barna móðir, að harka til að ná endum saman. Hún finnur mein, hnút í brjósti.“ Móðir Láru fór ekki strax í skimun og þegar hún loksins lét verða að því var meinið orðið átta sentímetra stórt. Hún fór í geisla- og lyfjameðferð en þar með var ekki öll sagan sögð. „Hún greinist svo með nýtt krabbamein í hinu brjóstinu þegar hún var í lyfjameðferð.“ Meinið náði að dreifa sér hratt á nokkrum mánuðum í heila, lifur og nýru. „Hún deyr svo í júní, nokkrum vikum eftir fertugsafmælið sitt. Hún var mjög ung. Hún átti einhvern veginn ekki séns, þetta var það agressíft.“ Mæðgurnar á góðri stundu.Aðsent Tróð marvaða eftir missinn Lára missti móður sína á unglingsaldri og átti tvö yngri systkini. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Hún var ekki mjög dugleg að biðja um aðstoð þannig að það lenti svolítið mikið álag á mér. Ég var svona þannig séð farin að reka heimili í menntaskóla.“ Á fyrsta ári í menntaskóla var Lára í 80 prósent vinnu með námi og að tæma ælufötur á nóttunni og reyna að harka sér í skólann þess á milli. Eftir að móðir hennar dó, tók við ábyrgðarhlutverk fyrir Láru. „Það tóku við nokkur ár af því að troða marvaða.“ Lára sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag og má horfa á innslagið hér fyrir neðan. > Fann að eitthvað var að 37 ára gömul greinist Lára svo sjálf með brjóstakrabbamein. „Ég greinist með svokallað hormónanæmt brjóstakrabbamein, ég var einkennalaus þegar ég greinist.“ Innsæið sagði Láru að það væri eitthvað að. „Ég fann það einhvern veginn inni í kjarnanum að eitthvað var í ólagi.“ Hún fékk það í gegn að fara í brjóstamyndatöku út frá fjölskyldusögu. „Þá kemur í ljós pínulítið meinvarp eða æxli sem að lá við rifbein, sem fannst ekki þegar var verið að þreifa.“ Í annarri stöðu Lára segir að hún hafi upplifað reiði og einfaldlega öskrað þegar hún fékk símtalið. „Svo áttaði ég mig á því að ég var í allt annarri stöðu en hún. Tengslanet, fjárhagsstaða, umhverfi og mín andleg líðan var miklu meira í stakk búin til að takast á við þetta.“ Brjóst og brjóstvefur voru fjarlægt í skurðaðgerð og kom þar í ljós að það voru krabbameinsfrumur í öllum fjórðungum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan Lára greindist. Hún segist hafa haldið fast í það að batahorfurnar væru góðar. „Ég vissi að þessi saga mín myndi hafa annan endi.“
Ísland í dag Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira