Vonast til þess að lykilupplýsingar um uppruna Covid-19 leynist í gömlum blóðsýnum í Wuhan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2021 23:30 Frá Wuhan í Kína. Getty Yfirvöld í Kína hyggjast skima tugi þúsunda blóðsýna sem safnað var saman í Wuhan-borg allt frá lokum ársins 2019, í von um að upplýsingar sem þar leynist geti varpað ljósi á hvernig Covid-19 barst fyrst í menn. Vísindamenn vilja að erlendir sérfræðingar fái að fylgjast með ferlinu. Allt að tvö hundruð þúsund blóðsýni eru geymd í blóðbanka í Wuhan-borg, þar sem fyrst varð vart við veiruna sem breiddist svo út um allan heim þaðan. Rannsakendur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bentu á í febrúar að þarna gætu leynst lykilupplýsingar um hvar og hvenær Covid-19 barst fyrst í menn. Í frétt CNN segir að blóðsýnin nái aftur til ársins 2019. Kínversk yfirvöld segja að blóðsýnin séu geymd í tvö ár sé þeirra þörf sem sönnunargögn í lögsóknum sem tengjast blóðgjöfum. Þessi tveggja ára biðtími er senn á enda fyrir blóðsýni sem tekin voru í október og nóvember árið 2019, en á þeim tíma telja sérfræðingar líklegt að veiran hafi fyrst borist í menn. Vonast er til þess að blóðsýnin geti varpað ljósi á það hvenær Covid-19 barst fyrst í menn.Getty/David Silverman Embættismenn í Kína segja í frétt CNN að þegar þessi tveggja ára biðtími sé á enda muni rannsókn á blóðsýnunum hefjast. Mauren Miller, faraldsfræðingur hjá Columbia-háskólanum í Bandaríkjunum segir að það sé algjörlega víst að í blóðsýnunum muni leynast mikilvægar vísbendingar um hvar og hvernig Covid-19 barst fyrst í menn. Kallar hún eftir því að yfirvöld í Kína leyfi erlendum sérfræðingum að fylgjast með ferlinu. „Það mun engin trúa útgefnum niðurstöðum frá Kína nema hæfir sérfræðingar fái að minnsta kosti að fylgjast með ferlinu,“ segir hún. Í frétt CNN segir að ef blóðsýnin hafi verið geymd á réttan hátt sé mögulegt að finna þar fyrstu merki um að móttefni hafi verið myndað gegn Covid-19. Finnist vísbendingar um það sé hægt að finna út hvenær Covid-19 barst fyrst í menn út frá dagsetningu blóðsýnanna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Allt að tvö hundruð þúsund blóðsýni eru geymd í blóðbanka í Wuhan-borg, þar sem fyrst varð vart við veiruna sem breiddist svo út um allan heim þaðan. Rannsakendur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bentu á í febrúar að þarna gætu leynst lykilupplýsingar um hvar og hvenær Covid-19 barst fyrst í menn. Í frétt CNN segir að blóðsýnin nái aftur til ársins 2019. Kínversk yfirvöld segja að blóðsýnin séu geymd í tvö ár sé þeirra þörf sem sönnunargögn í lögsóknum sem tengjast blóðgjöfum. Þessi tveggja ára biðtími er senn á enda fyrir blóðsýni sem tekin voru í október og nóvember árið 2019, en á þeim tíma telja sérfræðingar líklegt að veiran hafi fyrst borist í menn. Vonast er til þess að blóðsýnin geti varpað ljósi á það hvenær Covid-19 barst fyrst í menn.Getty/David Silverman Embættismenn í Kína segja í frétt CNN að þegar þessi tveggja ára biðtími sé á enda muni rannsókn á blóðsýnunum hefjast. Mauren Miller, faraldsfræðingur hjá Columbia-háskólanum í Bandaríkjunum segir að það sé algjörlega víst að í blóðsýnunum muni leynast mikilvægar vísbendingar um hvar og hvernig Covid-19 barst fyrst í menn. Kallar hún eftir því að yfirvöld í Kína leyfi erlendum sérfræðingum að fylgjast með ferlinu. „Það mun engin trúa útgefnum niðurstöðum frá Kína nema hæfir sérfræðingar fái að minnsta kosti að fylgjast með ferlinu,“ segir hún. Í frétt CNN segir að ef blóðsýnin hafi verið geymd á réttan hátt sé mögulegt að finna þar fyrstu merki um að móttefni hafi verið myndað gegn Covid-19. Finnist vísbendingar um það sé hægt að finna út hvenær Covid-19 barst fyrst í menn út frá dagsetningu blóðsýnanna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira