Vonast til þess að lykilupplýsingar um uppruna Covid-19 leynist í gömlum blóðsýnum í Wuhan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2021 23:30 Frá Wuhan í Kína. Getty Yfirvöld í Kína hyggjast skima tugi þúsunda blóðsýna sem safnað var saman í Wuhan-borg allt frá lokum ársins 2019, í von um að upplýsingar sem þar leynist geti varpað ljósi á hvernig Covid-19 barst fyrst í menn. Vísindamenn vilja að erlendir sérfræðingar fái að fylgjast með ferlinu. Allt að tvö hundruð þúsund blóðsýni eru geymd í blóðbanka í Wuhan-borg, þar sem fyrst varð vart við veiruna sem breiddist svo út um allan heim þaðan. Rannsakendur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bentu á í febrúar að þarna gætu leynst lykilupplýsingar um hvar og hvenær Covid-19 barst fyrst í menn. Í frétt CNN segir að blóðsýnin nái aftur til ársins 2019. Kínversk yfirvöld segja að blóðsýnin séu geymd í tvö ár sé þeirra þörf sem sönnunargögn í lögsóknum sem tengjast blóðgjöfum. Þessi tveggja ára biðtími er senn á enda fyrir blóðsýni sem tekin voru í október og nóvember árið 2019, en á þeim tíma telja sérfræðingar líklegt að veiran hafi fyrst borist í menn. Vonast er til þess að blóðsýnin geti varpað ljósi á það hvenær Covid-19 barst fyrst í menn.Getty/David Silverman Embættismenn í Kína segja í frétt CNN að þegar þessi tveggja ára biðtími sé á enda muni rannsókn á blóðsýnunum hefjast. Mauren Miller, faraldsfræðingur hjá Columbia-háskólanum í Bandaríkjunum segir að það sé algjörlega víst að í blóðsýnunum muni leynast mikilvægar vísbendingar um hvar og hvernig Covid-19 barst fyrst í menn. Kallar hún eftir því að yfirvöld í Kína leyfi erlendum sérfræðingum að fylgjast með ferlinu. „Það mun engin trúa útgefnum niðurstöðum frá Kína nema hæfir sérfræðingar fái að minnsta kosti að fylgjast með ferlinu,“ segir hún. Í frétt CNN segir að ef blóðsýnin hafi verið geymd á réttan hátt sé mögulegt að finna þar fyrstu merki um að móttefni hafi verið myndað gegn Covid-19. Finnist vísbendingar um það sé hægt að finna út hvenær Covid-19 barst fyrst í menn út frá dagsetningu blóðsýnanna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Allt að tvö hundruð þúsund blóðsýni eru geymd í blóðbanka í Wuhan-borg, þar sem fyrst varð vart við veiruna sem breiddist svo út um allan heim þaðan. Rannsakendur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bentu á í febrúar að þarna gætu leynst lykilupplýsingar um hvar og hvenær Covid-19 barst fyrst í menn. Í frétt CNN segir að blóðsýnin nái aftur til ársins 2019. Kínversk yfirvöld segja að blóðsýnin séu geymd í tvö ár sé þeirra þörf sem sönnunargögn í lögsóknum sem tengjast blóðgjöfum. Þessi tveggja ára biðtími er senn á enda fyrir blóðsýni sem tekin voru í október og nóvember árið 2019, en á þeim tíma telja sérfræðingar líklegt að veiran hafi fyrst borist í menn. Vonast er til þess að blóðsýnin geti varpað ljósi á það hvenær Covid-19 barst fyrst í menn.Getty/David Silverman Embættismenn í Kína segja í frétt CNN að þegar þessi tveggja ára biðtími sé á enda muni rannsókn á blóðsýnunum hefjast. Mauren Miller, faraldsfræðingur hjá Columbia-háskólanum í Bandaríkjunum segir að það sé algjörlega víst að í blóðsýnunum muni leynast mikilvægar vísbendingar um hvar og hvernig Covid-19 barst fyrst í menn. Kallar hún eftir því að yfirvöld í Kína leyfi erlendum sérfræðingum að fylgjast með ferlinu. „Það mun engin trúa útgefnum niðurstöðum frá Kína nema hæfir sérfræðingar fái að minnsta kosti að fylgjast með ferlinu,“ segir hún. Í frétt CNN segir að ef blóðsýnin hafi verið geymd á réttan hátt sé mögulegt að finna þar fyrstu merki um að móttefni hafi verið myndað gegn Covid-19. Finnist vísbendingar um það sé hægt að finna út hvenær Covid-19 barst fyrst í menn út frá dagsetningu blóðsýnanna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira