Sport

Var ólétt þegar hún vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breska hjólreiðakonan Elinor Barker ásamt liðsfélögum sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó í ágúst.
Breska hjólreiðakonan Elinor Barker ásamt liðsfélögum sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó í ágúst. Yannick Verhoeven/BSR Agency/Getty Images

Breska hjólreiðakonan Elinor Barker greindi frá því í dag að hún var orðin ólétt af sínu fyrsta barni þegar hún vann til silfurverðlauna á Ólympíleikunum í Tókýó í ágúst.

Barker var hluti af bresku hjólreiðasveitinni sem vann til silfurverðlauna í ágúst, en hún greindi frá barnafréttunum á samfélagsmiðlum í dag.

Í færslu sinni sem birtist bæði á Instagram og Twitter segir hún að hún og verðandi barnsfaðir hennar geti ekki beðið eftir því að byrja þennan nýja kafla í lífi sínu, en deildi svo annari mynd nokkrum tímum síðar þar sem hún segir frá því að hún hafi vissulega verið orðin ólétt á Ólympíuleikunum.

„Fyrir ykkur sem takið vel eftir og eruð búin að reikna dæmið... já, ég var orðin ólétt á Ólympíuleikunum,“ skrifaði þessi 27 ára hjólreiðakona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×