Lífið

„Hvort myndir þú labba alla daga í vinnuna á háum hælum eða fara á bíl sem er fastur í bakkgír?“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Miss Universe Iceland hópurinn fór saman í bíó.
Miss Universe Iceland hópurinn fór saman í bíó.

Miss Universe Iceland 2021 fer fram í Gamla bíó 29. september og verður keppninn sýnd á Vísi og Stöð 2 Vísi í beinni útsendingu. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe keppninni í Ísrael.

Þegar keppendurnir tuttugu hittust í fyrsta skipti fóru þær saman í bíó ásamt teyminu sem heldur utan um keppnina. Eva Ruza kynnir keppninnar fór með ásamt tökumanni og kynntist þeim aðeins betur. 

Stelpurnar voru spurðar ýmissa skemmtilegra spurninga eins og „Hvort myndir þú vilja borða morgunmat í kvöldmat í heilt ár, eða kvöldmat í morgunmat?“ og „Hvort myndir þú labba alla daga í vinnuna á háum hælum eða fara á bíl sem er fastur í bakkgír?“

Svörin þeirra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Eva Ruza kynnist keppendum Miss Universe Iceland


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.