Innlent

„Við hefðum viljað sjá meira“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, er ánægð með að flokkurinn bæti við sig þingmanni en hefði viljað sjá hann stækka meira.
Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, er ánægð með að flokkurinn bæti við sig þingmanni en hefði viljað sjá hann stækka meira. vísir/vilhelm

Til­finningar formanns Við­reisnar við tölunum eins og þær standa núna eru blendnar. Flokkurinn er að fá mun minna upp úr kjör­kössunum heldur en flestar skoðana­kannanir gerðu ráð fyrir en er þó einn þriggja flokka sem hafa bætt við sig þing­manni.

„Þetta er bara allt í lagi,“ segir Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir í sam­tali við Vísi.

„Við erum að bæta við okkur og erum einn þriggja flokka sem eru að bæta við sig. En engu að síður, eins og staðan er núna þá hefðum við viljað sjá meira.“

Spurð hvort hún bindi vonir við að ó­talin utan­kjör­funda­at­kvæði, sem eru sögu­lega mörg í ár og verða talin síðast geti mögu­lega fallið flokknum í vil segir hún allar hug­myndir um það að­eins vera spekúla­sjónir. Það sé að teiknast upp ansi skýr mynd af niður­stöðum kosninganna.

Hefur trú á að fylgið verði meira

Sam­kvæmt nýjustu tölum er Við­reisn með 7,7 prósenta fylgi og fimm þing­menn. Þeir bæta þannig við sig einum manni frá síðustu kosningum.

„Ég hef samt trú á því að við förum eitt­hvað upp en hversu mikið það verður er erfitt að segja,“ segir Þor­gerður Katrín.

Hún segir mikla stemmningu í kosninga­partýi Við­reisnar. „En um leið, eins og ég segi, þá hefðum ég viljað sjá okkur stækka meira en þetta.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.