Erlent

Hyggjast vefja „hershöfðingjann“ í eldvarnateppi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Til stendur að pakka „hershöfðingjanum“ inn í eldvarnateppi.
Til stendur að pakka „hershöfðingjanum“ inn í eldvarnateppi. Getty

Slökkviliðsmenn í Kalíforníu hafa brugðið á það ráð að vefja stærsta tré heims inn í eldvarnateppi til að freista þess að forða því frá skógareldum sem geisa í nágrenninu.

Óttast er að eldarnir sem nú brenna gætu teygt sig inn í risafuruskóginn þar sem tré sem kallað er Sherman-hershöfðingi er krúnudjásnið. Tréð er Sequoia-risafura og um 83 metrar á hæð. 

Talið er að það sé stærsta tré í heimi að rúmmáli og um 2.500 ára gamalt í þokkabót. 

Um 350 slökkviliðsmenn berjast nú við eldana í nágrenni risafuranna en þó telja sérfræðingar ólíklegt að risarnir verði eldunum að bráð, enda hafi trén staðið af sér allskyns hamfarir í um 2.000 ár. 

Eldarnir sem nú brenna eru taldir hafa kviknað í eldingaveðri en á þessu ári hafa um 7.400 eldar brunnið í Kalíforníu og brennt um 2,2 milljónir hektara gróðurlendis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.