Lífið

Gríma og Skúli eignuðust son

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Skúli og Gríma Björg kynntust þegar þau störfuðu bæði hjá WOW.
Skúli og Gríma Björg kynntust þegar þau störfuðu bæði hjá WOW. Samsett

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhúshönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen eignuðust son í gær. Fyrir eiga þau soninn Jaka sem fæddist í maí á síðasta ári og svo á Skúli þrjú börn frá fyrra hjónabandi. 

Samkvæmt Mbl fæddist kom drengurinn í heiminn í gær.  Gríma og Skúli fögnuðu þrítugsafmæli hennar í sumar á Como á Ítalíu.  

Í færslu á Instagram segist Skúli vera heppnasti pabbi í heimi.

„Gæti ekki verið stoltari eða ánægðari með þennan glæsilega og heilbrigða gullmola sem kom í heiminn í gær! Allt gekk eins og í sögu og Gríma algjör hetja að vanda!!! Fullkomið þakklæti! Takk,“ skrifar Skúli.

Parið hefur í nógu að snúast þessa dagana. Vel virðist hafa gengið hjá Skúla Mogensen að selja lóðirnar þrjátíu sem hann setti á sölu í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem hann vinnur nú að uppbyggingu ferðaþjónustu. Allar lóðirnar seldust og færri komust að en vildu. 


Tengdar fréttir

Lóðirnar hans Skúla í Hvammsvík flugu út

Vel virðist hafa gengið hjá Skúla Mogensen að selja lóðirnar þrjátíu sem hann setti á sölu í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem hann vinnur nú að uppbyggingu ferðaþjónustu.

Skúli og Gríma kveðja Como í hagléli

„Við kveðjum Como í hagléli,“ segir Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, sem notið hefur lífsins á Ítalíu undanfarna daga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.