Fótbolti

Chelsea burstaði Everton í WSL deildinni

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Emma Hayes er þjálfari Chelsea
Emma Hayes er þjálfari Chelsea EPA-EFE/Adam Ihse

Chelsea vann í dag auðveldan sigur á Everton í WSL deildinni. Chelsea konur misstigu sig í síðasta leik en svöruðu heldur betur fyrir það með öflugum 4-0 sigri.

Chelsea konur byrjuðu leikin betur og skoruðu fyrsta markið, en þar var á ferðinni Fran Kirby eftir undirbúning Ji So-Hun, markið á 25, mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik.

Markamaskínan Samantha Kerr bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Það fyrra á 47. mínútu og hitt á 74. mínútu. Emma Hayes, þjálfari Chelsea, gerði svo tvær breytingar og setti meðal annars Beth England inná sem þakkaði traustið og skoraði síðasta mark leiksins. 4-0 sigur Chelsea og liðið komið aftur á rétta braut með þrjú stig eftir tvo leiki. Everton situr á botninum með ekkert stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.