Erlent

Lýsa eftir utan­bæjar­manni í tengslum við sprengju­til­ræði í Was­hington

Þorgils Jónsson skrifar
FBI biðlar til almennings um upplýsingar um mann sem er grunaður um að hafa komið fyrir sprengjum við höfuðstöðvar bandarísku stjórnmálaflokkanna í Washington í upphafi árs. Hann þekkist ekki af myndbsandsupptökum, en margt þykir benda til að þarna sé á ferð utanbæjarmaður sem sé ekki kunnugur staðháttum á Capitol Hill.
FBI biðlar til almennings um upplýsingar um mann sem er grunaður um að hafa komið fyrir sprengjum við höfuðstöðvar bandarísku stjórnmálaflokkanna í Washington í upphafi árs. Hann þekkist ekki af myndbsandsupptökum, en margt þykir benda til að þarna sé á ferð utanbæjarmaður sem sé ekki kunnugur staðháttum á Capitol Hill.

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) birti á vef sínum í gær myndband sem talið er sýna mann koma fyrir rörasprengjum við höfuðstöðvar Demókrata og Repúblikana í Washingtonborg að kvöldi 5. janúar síðastliðins.

Sprengjurnar uppgötvuðust daginn eftir þegar óeirðaseggir hliðhollir Donald Trump þáverandi fráfarandi forseta gerðu áhlaup á þinghúsið sem er steinsnar frá.

Sprengjurnar sprungu ekki, en voru virkar að sögn lögreglu, og því mikil mildi að enginn skaði hafi hlotist af.

Maðurinn gengur enn laus, en FBI gefur myndbandið út í þeirri von að einhver áhorfandi beri kennsl á manninn, sem er óþekkjanlegur, með grímu og íklæddur heddupeysu. 100 þúsund Bandaríkjadölum er heitið fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins.

FBI hefur talað við á níunda hundrað manns, grandskoðað yfir 23 þúsund myndskeið og fylgt eftir um 300 ábendingum hingað til, og kortlagt ferðir mannsins um hverfið. Þeim hefur hins vegar orðið lítt ágengt, en fas mannsins á myndskeiðinu og frásagnir íbúa í nágrenni við Capitol Hill þykja benda til þess að um utanbæjarmann sé að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×