Sport

Líney hættir sem framkvæmdastjóri ÍSÍ eftir fjórtán ára starf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Líney Rut Halldórsdóttir hefur starfað lengi fyrir ÍSÍ.
Líney Rut Halldórsdóttir hefur starfað lengi fyrir ÍSÍ. ísí

Líney Rut Halldórsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ 1. október. Greint var frá þessu á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær.

Líney hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ undanfarin fjórtán ár og unnið fyrir sambandið í um tvo áratugi.

Þótt Líney láti af störfum sem framkvæmdastjóri heldur hún áfram að starfa fyrir ÍSÍ. Hún er meðal annars í framkvæmdastjórn EOC (Evrópusambands Ólympíunefnda) og á sæti í ýmsum ráðum og nefndum fyrir ÍSÍ.

Andri Stefánsson, sviðsstjóri afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ og staðgengill framkvæmdastjóra, tekur við störfum Líneyjar meðan leitað er að eftirmanni hennar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.