Selshamurinn hlýtur verðlaun á kvikmyndahátíðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:31 Kvikmyndin Selshamurinn keppti í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni fyrr í sumar. MYND/MARKUS ENGLMAIR Kvikmyndin Selshamurinn eða Sealskin, heldur áfram að vekja athygli á kvikmyndahátíðum erlendis. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Ugla Hauksdóttir. Selshamurinn hlaut verðlaunin Best International Fiction á Leiria kvikmyndahátíðinni 2021 í Portugal. Myndin átti sína Portúgölsku frumsýningu á hátíðinni þann 28. Maí 2021. Dómnefndin hafði meðal annars þetta að segja um stuttmyndina: „Selshamurinn segir með þögnunum sögu sem er of sorgleg og persónuleg til þess að hægt sé að koma því í orð. “ Selshamurinn hlaut einnig verðlaunin Best Original Soundtrack á 16. Dieciminuti Film Festival hátíðinni á Ítalíu. Herdís Stefánsdóttir er tónskáld myndarinnar. Hún vann meðal annars að kvikmyndinni The Sun Is Also A Star og HBO þáttaseríunni We’re Here. Stiklu stuttmyndarinnar má sjá hér fyrir neðan. SEALSKIN (2020) - TRAILER from Ugla Hauksdóttir on Vimeo. Hugarró í þjóðsögu Selshamurinn var framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Hin fimm ára Sól býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir um söguþráð myndarinnar. Frá árinu 2017 hefur Ugla leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar starfað á alþjóðavettvangi sem kvikmynda- og sjónvarpsleikstjóri. Ugla hefur leikstýrt ýmsum sjónvarpsþáttum meðal annars að hluta til Hanna (Amazon), Snowfall (FX) og Ófærð (RVK Studios). Árið 2020 leiðstýrði Ugla tveimur þáttum af nýrri seríu Amazon The Power, byggð á metsölubók Naomi Alderman og framleidd af Sister Pictures. Ugla hefur leikstýrt fjölda stuttmynda og tónlistarmyndbanda og er nú að þróa sína fyrstu kvikmynd. Nýlega hlotnaðist Uglu sá heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Selshamurinn hlaut verðlaunin Best International Fiction á Leiria kvikmyndahátíðinni 2021 í Portugal. Myndin átti sína Portúgölsku frumsýningu á hátíðinni þann 28. Maí 2021. Dómnefndin hafði meðal annars þetta að segja um stuttmyndina: „Selshamurinn segir með þögnunum sögu sem er of sorgleg og persónuleg til þess að hægt sé að koma því í orð. “ Selshamurinn hlaut einnig verðlaunin Best Original Soundtrack á 16. Dieciminuti Film Festival hátíðinni á Ítalíu. Herdís Stefánsdóttir er tónskáld myndarinnar. Hún vann meðal annars að kvikmyndinni The Sun Is Also A Star og HBO þáttaseríunni We’re Here. Stiklu stuttmyndarinnar má sjá hér fyrir neðan. SEALSKIN (2020) - TRAILER from Ugla Hauksdóttir on Vimeo. Hugarró í þjóðsögu Selshamurinn var framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Hin fimm ára Sól býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir um söguþráð myndarinnar. Frá árinu 2017 hefur Ugla leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar starfað á alþjóðavettvangi sem kvikmynda- og sjónvarpsleikstjóri. Ugla hefur leikstýrt ýmsum sjónvarpsþáttum meðal annars að hluta til Hanna (Amazon), Snowfall (FX) og Ófærð (RVK Studios). Árið 2020 leiðstýrði Ugla tveimur þáttum af nýrri seríu Amazon The Power, byggð á metsölubók Naomi Alderman og framleidd af Sister Pictures. Ugla hefur leikstýrt fjölda stuttmynda og tónlistarmyndbanda og er nú að þróa sína fyrstu kvikmynd. Nýlega hlotnaðist Uglu sá heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira