Sport

Agata skráði sig í sögubækurnar með gullverðlaunum í Graz

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Agata Erna Jack stóð uppi sem sigurvegari á Special Olympics World Championship Dancesport í Graz í Austurríki.
Agata Erna Jack stóð uppi sem sigurvegari á Special Olympics World Championship Dancesport í Graz í Austurríki. Mynd/Hvatisport.is

Dansarinn Agata Erna Jack tók þátt á heimsleikum Special Olympics í dansi í gær og gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari. Ísland hefur því eignast nýjan heimsmeistara.

Agata var fyrsti íslenski keppandinn á dansmóti á vegum Special Olympics, en hún keppti í DanceSport World Championship keppninni sem fram fór í Graz í Austurríki í gær.

Agata er 22 ára Garðbæingur sem hefur æft dans frá fjögurra ára aldri, ef frá er talið danshlé sem hún tók sér í nokkur ár þegar að fjölskylda hennar flutti til Þýskalands.

Hún hefur undanfarin ár æft með dansfélaginu Hvönn, en hún keppir með danskennaranum sínum, Lilju Rut Þórarinsdóttir. Agata keppir með svokallapri pro-am aðferð sem felst í því að keppandi dansar við kennara eða leiðbeinanda, en aðeins keppandinn er dæmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×