Sport

Gullkona frá ÓL í Tókýó segir kynlíf fyrir keppni gefa henni aukinn sprengikraft

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alla Shishkina ræðir málin við Vladimir Putin forseta í móttöku fyrir gullverðlaunahafa Rússa á Ólympíuleikum.
Alla Shishkina ræðir málin við Vladimir Putin forseta í móttöku fyrir gullverðlaunahafa Rússa á Ólympíuleikum. EPA/MICHAEL KLIMENTYEV

Það er gömul mýta í íþróttaheiminum að íþróttafólk eigi alls ekki að stunda kynlíf stuttu fyrir leiki eða keppni heldur spara frekar þá orku. Rússneskur gullverðlaunahafi frá því í Tókýó er ekki alveg sammála því.

Alla Shishkina er þrefaldur Ólympíumeistari í listsundi en auk þess að vinna gull á Ólympíuleikunum i Tókýó á dögunum þá vann hún einnig gull á ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016.

Hin 32 ára gamla Alla segist hafa reitt sig á rannsóknir lækna og fengið ráð frá þeim um hvaða áhrif kynlíf fyrir keppni gætu haft á hana.

„Vísindasamfélagið segir að ef þú vilt fá aukinn sprengikraft þá eigir þú að stunda kynlíf fyrir keppni. Ef þú ert aftur á móti að fara í langa og lýjandi keppni þá er það ekki eins góð hugmynd,“ sagði Alla Shishkina í viðtali við Sport Express í Rússlandi.

„Hver fullnæging hefur sín blæbrigði og þú verður bara að hlusta á líkmann þinn. Ef þér finnst að kynlíf hjálpi þá áttu að stunda það,“ sagði Alla.

Shishkina sagði líka að það gæti hjálpað þeim sem reiða sig á vöðvastyrk að stunda kynlíf án þess að fá fullnægingu.

Hún segir jafnframt að það íþróttafólk sem treystir á hörku og ákveðni í keppni ætti ekki að stunda kynlíf fyrir keppni.

„Testósterón ber ábyrgð á svokallaðri reiði og grimmd hjá íþróttafólki. Ef þér finnst slíkt hjálpa þér að standa þig betur í keppni þá ættir þú ekki að stunda kynlíf fyrir keppni,“ sagði Alla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.