Kara ekki enn fengið þá litlu í fangið eftir martröðina á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 11:30 Kara Saunders með Scottie dóttur sína sem hefur ekki séð mömmu sína, nema í gegnum netið, í næstum því heilan mánuð. Instagram/karasaundo Kara Saunders nældi sér í kórónuveiruna á ferðalaginu frá Ástralíu til Bandaríkjanna, þurfti síðan að hætta keppni á heimsleikunum vegna áhrifa veirunnar og er enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þrátt fyrir að það séu tvær vikur síðan hún hætti keppni. Síðustu vikur hafa verið hræðilegar fyrir áströlsku CrossFit konuna sem ætlaði eins og Anníe Mist Þórisdóttir að koma sterk inn á heimsleikana stuttu eftir að hafa eignast barn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Barnið hennar Köru, Scottie, er reyndar einu og hálfu ári eldri en Freyja Mist hennar Anníe en Kara hafði einnig tryggt sig inn á heimsleikana fyrir ári síðan þegar keppnin fór fram í gegnum netið. Nú fékk Kara aftur á móti tækifærið til að koma og keppa í Madison í Bandaríkjunum. Það er ekki stutt ferðalag frá Evrópu til Bandaríkjanna en það er enn lengra að ferðast frá Ástralíu. Kara tók þá erfiðu ákvörðun að skilja tveggja ára dóttur sína eftir og fara ein í þetta langa ferðalag. Hún vildi ekki taka Scottie með vitandi að við heimkomuna þyrftu þær þá að dúsa í tvær vikur á sóttvarnarhóteli. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Það er vegna þessa sem saga Köru varð svo sorgleg þegar hún veiktist af kórónuveirunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Allt þetta ferðalag og allur undirbúningurinn var til einskis. Hún fékk samt að keppa á heimsleikunum enda nógu langur tími liðinn. Þegar á reyndi þá voru áhrifin af kórónuveirunni það mikil að hún gat ekki nýtt nema brot af lungunum sínum sem er ekki góð uppskrift fyrir keppenda í CrossFit. Kara hætti því keppni eftir fyrsta daginn og næst á dagskrá var að koma sér aftur heim til Ástralíu. Það tókst á endanum en þar með var ekki öll sagan sögð. Nú beið hennar tveggja vikna vera á sóttvarnarhóteli. Kara var að klára fyrri vikuna í þessari viku en á eina viku eftir enn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara Saunders er því enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þótt að það séu liðnir fjórtán dagar síðan hún varð að hætta keppni á heimsleikunum. Það eru síðan tvær vikur til viðbótar liðnar síðan hún kvaddi Scottie sína og lagði af stað í þennan afdrifaríka leiðangur. Kara Saunders hefur lengi verið í hópi besti CrossFit kvenna heimsins. Hún hefur ekki orðið heimsmeistari en varð í öðru sæti árið 2017 og í fjórða sæti árið eftir. Hún hefur fimm sinnum verið með tíu efstu á heimsleikunum. CrossFit Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið hræðilegar fyrir áströlsku CrossFit konuna sem ætlaði eins og Anníe Mist Þórisdóttir að koma sterk inn á heimsleikana stuttu eftir að hafa eignast barn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Barnið hennar Köru, Scottie, er reyndar einu og hálfu ári eldri en Freyja Mist hennar Anníe en Kara hafði einnig tryggt sig inn á heimsleikana fyrir ári síðan þegar keppnin fór fram í gegnum netið. Nú fékk Kara aftur á móti tækifærið til að koma og keppa í Madison í Bandaríkjunum. Það er ekki stutt ferðalag frá Evrópu til Bandaríkjanna en það er enn lengra að ferðast frá Ástralíu. Kara tók þá erfiðu ákvörðun að skilja tveggja ára dóttur sína eftir og fara ein í þetta langa ferðalag. Hún vildi ekki taka Scottie með vitandi að við heimkomuna þyrftu þær þá að dúsa í tvær vikur á sóttvarnarhóteli. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Það er vegna þessa sem saga Köru varð svo sorgleg þegar hún veiktist af kórónuveirunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Allt þetta ferðalag og allur undirbúningurinn var til einskis. Hún fékk samt að keppa á heimsleikunum enda nógu langur tími liðinn. Þegar á reyndi þá voru áhrifin af kórónuveirunni það mikil að hún gat ekki nýtt nema brot af lungunum sínum sem er ekki góð uppskrift fyrir keppenda í CrossFit. Kara hætti því keppni eftir fyrsta daginn og næst á dagskrá var að koma sér aftur heim til Ástralíu. Það tókst á endanum en þar með var ekki öll sagan sögð. Nú beið hennar tveggja vikna vera á sóttvarnarhóteli. Kara var að klára fyrri vikuna í þessari viku en á eina viku eftir enn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara Saunders er því enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þótt að það séu liðnir fjórtán dagar síðan hún varð að hætta keppni á heimsleikunum. Það eru síðan tvær vikur til viðbótar liðnar síðan hún kvaddi Scottie sína og lagði af stað í þennan afdrifaríka leiðangur. Kara Saunders hefur lengi verið í hópi besti CrossFit kvenna heimsins. Hún hefur ekki orðið heimsmeistari en varð í öðru sæti árið 2017 og í fjórða sæti árið eftir. Hún hefur fimm sinnum verið með tíu efstu á heimsleikunum.
CrossFit Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira