Schoenmaker með fyrsta heimsmet einstaklinga á þessum Ólympíuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 08:00 Tatjana Schoenmaker sér hér að hún er ekki aðeins Ólympíumeistari heldur líka búin að setja nýtt heimsmet. AP/Gregory Bull Það var fjör í sundlauginni á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt þar sem sigurganga Ástrala á leikunum hélt áfram, sundkona frá Suður-Afríku sló heimsmet sem hafði lifað í átta ár og Rússinn Evgeny Rylov tryggði sér sín önnur gullverðlaun á leikunum. Tatjana Schoenmaker frá Suður-Afríku tryggði sér sigur í 200 metra bringusundi með því að koma í mark á nýju heimsmeti, 2 mínútum og 18,95 sekúndum. Metið er því ekki lengur í eigu hinnar dönsku Rikke Moller Pedersen en það var 2:19,11 mín og hafði lifað frá árinu 2013. What. A. Moment.An unbelievable swim and a new World Record from Tatjana Schoenmaker in the women's 200m breaststroke, handing #RSA their first gold medal of #Tokyo2020!@fina1908 @TeamSA2020 #Swimming pic.twitter.com/P4xroaAx0d— Olympics (@Olympics) July 30, 2021 Schoenmaker kom á undan þeim bandarísku Lilly King og Annie Lazor sem fengu silfur og brons. King missti því af gullinu í báðum bringusundunum en hún varð þriðja í 100 metra bringusundinu. Þetta var þriðja heimsmetið í sundkeppni Ólympíuleikanna en það fyrsta sem fellur í einstaklingskeppni þar sem hin tvö komu í boðsundum. Moments like these After setting the WORLD RECORD and winning gold in the women s 200m breaststroke, South Africa s Tatjana Schoenmaker is embraced by her teammate Kaylene Corbett as well as USA s Lilly King and Annie Lazor. pic.twitter.com/Epyht4wkW9— ESPN (@espn) July 30, 2021 Rússinn Evgeny Rylov fylgdi eftir sigri í 100 metra baksundi með því að vinna 200 metra baksundið í nótt. Hann synti á 1:53,29 mín. og setti nýtt Ólympíumet. Ryan Murphy frá Bandaríkjunum féll silfur og Bretinn Luke Greenbank tók bronsið. Bandaríkjamenn höfðu unnið öll baksund á síðustu sex Ólympíuleikum en Rylov endaði þá sigurgöngu með þessum gullverðlaunum sínum. Ástralinn Emma McKeon setti Ólympíumet þegar hún vann 100 metra skriðsundið á 51,96 sekúndum en hún varð aðeins önnur konan til að synda undir 52 sekúndum. Heimsmetið á enn hin sænska Sarah Sjöström sem endaði fjórða í sundinu í nótt. Ástralar hafa nú unnið sex gullverðlaun í sundlauginni á leikunum en konurnar hafa unnið fimm þeirra. Swimmers keep breaking Olympic records in Tokyo! AUS's Emma McKeon in the women's 100m freestyle ROC's Evgeny Rylov in the men's 200m backstroke pic.twitter.com/0pCY0l923R— SportsCenter (@SportsCenter) July 30, 2021 Siobhán Haughey frá Hong Kong fékk silfrið og hin ástralska Cate Campbell fékk bronsverðlaunin. Þetta var annað silfur Haughey á leikunum en hún varð líka önnur í 200 metra skriðsundi en þá á eftir öðrum Ástrala, Ariarne Titmus. Kínverjinn Wang Shun vann 200 metra fjórsund karla á nýju asísku meti en Bretinn Duncan Scott fékk silfur og Svisslendingurinn Jérémy Desplanches tók bronsið. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Tatjana Schoenmaker frá Suður-Afríku tryggði sér sigur í 200 metra bringusundi með því að koma í mark á nýju heimsmeti, 2 mínútum og 18,95 sekúndum. Metið er því ekki lengur í eigu hinnar dönsku Rikke Moller Pedersen en það var 2:19,11 mín og hafði lifað frá árinu 2013. What. A. Moment.An unbelievable swim and a new World Record from Tatjana Schoenmaker in the women's 200m breaststroke, handing #RSA their first gold medal of #Tokyo2020!@fina1908 @TeamSA2020 #Swimming pic.twitter.com/P4xroaAx0d— Olympics (@Olympics) July 30, 2021 Schoenmaker kom á undan þeim bandarísku Lilly King og Annie Lazor sem fengu silfur og brons. King missti því af gullinu í báðum bringusundunum en hún varð þriðja í 100 metra bringusundinu. Þetta var þriðja heimsmetið í sundkeppni Ólympíuleikanna en það fyrsta sem fellur í einstaklingskeppni þar sem hin tvö komu í boðsundum. Moments like these After setting the WORLD RECORD and winning gold in the women s 200m breaststroke, South Africa s Tatjana Schoenmaker is embraced by her teammate Kaylene Corbett as well as USA s Lilly King and Annie Lazor. pic.twitter.com/Epyht4wkW9— ESPN (@espn) July 30, 2021 Rússinn Evgeny Rylov fylgdi eftir sigri í 100 metra baksundi með því að vinna 200 metra baksundið í nótt. Hann synti á 1:53,29 mín. og setti nýtt Ólympíumet. Ryan Murphy frá Bandaríkjunum féll silfur og Bretinn Luke Greenbank tók bronsið. Bandaríkjamenn höfðu unnið öll baksund á síðustu sex Ólympíuleikum en Rylov endaði þá sigurgöngu með þessum gullverðlaunum sínum. Ástralinn Emma McKeon setti Ólympíumet þegar hún vann 100 metra skriðsundið á 51,96 sekúndum en hún varð aðeins önnur konan til að synda undir 52 sekúndum. Heimsmetið á enn hin sænska Sarah Sjöström sem endaði fjórða í sundinu í nótt. Ástralar hafa nú unnið sex gullverðlaun í sundlauginni á leikunum en konurnar hafa unnið fimm þeirra. Swimmers keep breaking Olympic records in Tokyo! AUS's Emma McKeon in the women's 100m freestyle ROC's Evgeny Rylov in the men's 200m backstroke pic.twitter.com/0pCY0l923R— SportsCenter (@SportsCenter) July 30, 2021 Siobhán Haughey frá Hong Kong fékk silfrið og hin ástralska Cate Campbell fékk bronsverðlaunin. Þetta var annað silfur Haughey á leikunum en hún varð líka önnur í 200 metra skriðsundi en þá á eftir öðrum Ástrala, Ariarne Titmus. Kínverjinn Wang Shun vann 200 metra fjórsund karla á nýju asísku meti en Bretinn Duncan Scott fékk silfur og Svisslendingurinn Jérémy Desplanches tók bronsið.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira