Gullið kom loksins hjá Ledecky en í kjölfarið á verstu frammistöðu ferilsins: „Hugsaði til ömmu og afa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 08:31 Katie Ledecky sést hér eftir að hún vann gullið í 1500 metra skriðsundi í nótt. AP/Petr David Josek Katie Ledecky vann sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt en þetta hafa þó ekki verið neinir draumaleikar hjá bandarísku sundstjörnunni. Ledecky, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, er ekki alveg í sama forminu á þessum leikum. Hún þurfti að sætta sig við silfur í 400 metra skriðsundi og í nótt endaði hún í fimmta sæti í 200 metra skriðsundi, grein sem hún vann á ÓL í Ríó. Ledecky hefur aldrei endað neðar í grein á Ólympíuleikum en fram að því hafi hún fengið verðlaun í öllum sínum úrslitasundum. GOLD AND SILVER FOR USA! @katieledecky x @erica_sully pic.twitter.com/UPoMqcs5UF— SportsCenter (@SportsCenter) July 28, 2021 Katie fékk tækifæri til að keppa aftur stuttu síðar og tryggði sér þá gullverðlaun í 1500 metra skriðsundinu en þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem er keppt í þeirri grein. Hún kom fyrst í mark á 15 mínútum og 37.39 sekúndum. Ledecky stakk af í byrjun sundsins en þurfti að hafa fyrir sigrinum í lokin þegar landa hennar Erica Sullivan átti frábæran endasprett. „Fólk finnur kannski til með mér af því ég er ekki að vinna en ég vil að fólk hafi meiri áhyggjur af öðrum hlutum í heiminum því það er fólk sem er virkilega að þjást þarna úti. Ég er bara stolt af því að koma heim með gullverðlaun fyrir bandaríska liðið,“ sagði Katie Ledecky. Ledecky hefur tapað tvisvar fyrir hinni áströlsku Ariarne Titmus sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum þegar hún vann 200 metra skriðsundið eftir að hafa unnið líka 400 metra skriðsundið. Katie Ledecky has won gold in the 1500m freestyle.She is the 4th women's swimmer to win 6 gold medals in Olympics history. pic.twitter.com/NzJz2DufPU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 „Eftir 200 metra skriðsundið þá þurfti ég að snúa fljótt við blaðinu. Í upphitunarlauginni þá hugsaði ég um fjölskylduna mína. Í hverju taki þá var mér hugsað til afa og ömmu,“ sagði Katie meir. „Þau eru harðgerðasta fólkið sem ég þekki og það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ sagði Ledecky. Japanska sundkonan Yui Ohashi vann gull í 200 metra fjórsundi kvenna en bandarísku stelpurnar Alex Walsh og Kate Douglas fengu silfur og brons. Ungverjinn Kristóf Milák vann 200 metra flugsund á nýju Ólympíumeti en þar fékk Japaninn Tomoru Honda silfur og Ítalinn Federico Burdisso brons. Breska sundsveitin, skipuð þeim Thomas Dean, James Guy, Matthew Richards og Duncan Scott vann gull í 4 x 200 metra skriðsundi þar sem Rússar fengu silfur og Ástralar brons. Bandaríska sveitin þurfti að sætta sig við fjórða sætið og þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fá ekki verðlaun í boðsundi fyrir utan ÓL í Moskvu 1980 þegar þeir mættu ekki til leiks. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Sjá meira
Ledecky, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, er ekki alveg í sama forminu á þessum leikum. Hún þurfti að sætta sig við silfur í 400 metra skriðsundi og í nótt endaði hún í fimmta sæti í 200 metra skriðsundi, grein sem hún vann á ÓL í Ríó. Ledecky hefur aldrei endað neðar í grein á Ólympíuleikum en fram að því hafi hún fengið verðlaun í öllum sínum úrslitasundum. GOLD AND SILVER FOR USA! @katieledecky x @erica_sully pic.twitter.com/UPoMqcs5UF— SportsCenter (@SportsCenter) July 28, 2021 Katie fékk tækifæri til að keppa aftur stuttu síðar og tryggði sér þá gullverðlaun í 1500 metra skriðsundinu en þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem er keppt í þeirri grein. Hún kom fyrst í mark á 15 mínútum og 37.39 sekúndum. Ledecky stakk af í byrjun sundsins en þurfti að hafa fyrir sigrinum í lokin þegar landa hennar Erica Sullivan átti frábæran endasprett. „Fólk finnur kannski til með mér af því ég er ekki að vinna en ég vil að fólk hafi meiri áhyggjur af öðrum hlutum í heiminum því það er fólk sem er virkilega að þjást þarna úti. Ég er bara stolt af því að koma heim með gullverðlaun fyrir bandaríska liðið,“ sagði Katie Ledecky. Ledecky hefur tapað tvisvar fyrir hinni áströlsku Ariarne Titmus sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum þegar hún vann 200 metra skriðsundið eftir að hafa unnið líka 400 metra skriðsundið. Katie Ledecky has won gold in the 1500m freestyle.She is the 4th women's swimmer to win 6 gold medals in Olympics history. pic.twitter.com/NzJz2DufPU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 „Eftir 200 metra skriðsundið þá þurfti ég að snúa fljótt við blaðinu. Í upphitunarlauginni þá hugsaði ég um fjölskylduna mína. Í hverju taki þá var mér hugsað til afa og ömmu,“ sagði Katie meir. „Þau eru harðgerðasta fólkið sem ég þekki og það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ sagði Ledecky. Japanska sundkonan Yui Ohashi vann gull í 200 metra fjórsundi kvenna en bandarísku stelpurnar Alex Walsh og Kate Douglas fengu silfur og brons. Ungverjinn Kristóf Milák vann 200 metra flugsund á nýju Ólympíumeti en þar fékk Japaninn Tomoru Honda silfur og Ítalinn Federico Burdisso brons. Breska sundsveitin, skipuð þeim Thomas Dean, James Guy, Matthew Richards og Duncan Scott vann gull í 4 x 200 metra skriðsundi þar sem Rússar fengu silfur og Ástralar brons. Bandaríska sveitin þurfti að sætta sig við fjórða sætið og þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fá ekki verðlaun í boðsundi fyrir utan ÓL í Moskvu 1980 þegar þeir mættu ekki til leiks.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Sjá meira