Sport

Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í Pepsi Max-deildinni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stjarnan mætir Selfossi í spennandi leik.
Stjarnan mætir Selfossi í spennandi leik. Vísir/Hulda Margrét

Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í dag sem báðir verða aðgengilegir á rásum Stöðvar 2 Sport. Sá fyrri er á Akureyri klukkan 18:30.

Breiðablik freistar þess að halda í við topplið Vals í jafnri baráttu félaganna um Íslandsmeistaratitilinn er liðið heimsækir Þór/KA á Akureyri klukkan 18:30 í kvöld. Með sigri fer Breiðablik upp fyrir Val í toppsæti deildarinnar en Valur er með 29 stig á meðan Breiðablik hefur 27. Þór/KA er með 13 stig í sjöunda sæti og sigur myndi forða liðinu frá neðstu liðum.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 en bein útsending frá honum hefst klukkan 18:20 á stod2.is og í Stöð 2-appinu.

Klukkan 19:15 hefst leikur Stjörnunnar og Selfoss í Garðabæ. Aðeins tvö stig skilja liðin að í töflunni en Stjarnan er með 16 stig í 4. sæti á meðan Selfoss hefur 18 stig sæti ofar. Liðin eiga litla möguleika á að ná toppliðunum tveimur en hörð samkeppni er um þriðja sæti deildarinnar.

Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.